Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 19
Rœtt við Jónas Pálsson
fremst í áliti sem góður rithöfundur, útvarpsmaður og frábær kennari. - Nei, sálaifræði
var ekki í hávegum höfð á þessum tíma og er sennilega ekki heldur enn í dag.
Hvernig sem það má túlka, þá hafði ég mig ekki svo mikið í frammi þarna í
Kópavoginum, hafði kannski heldur ekki efni á því að vera með læti. Ég byrjaði þó á
langferlisrannsókn með Matlhíasarprófið sem undirstöðu. Þetta þótti nokkuð djarft
uppátæki á þessum árum. Ég prófaði um 300 börn alls með þessum hætti úr tveim
árgöngum 1958 og 1959. Ætlunin var að fylgjast með breytingum á þroska barnanna.
Börnin voru prófuð aftur með sama prófi við 12 ára aldur og athugað hvernig samhengi
var milli prófs og einkunna og milli niðurstöðu prófa við 7 ára aldur og 12 ára. Mig
brast þó dug og fræðilegt úthald til að fylgja þessari rannsókn frekar eftir. Þarna fór
geysimikið rannsóknarefni forgörðum. Ég skammast mín líka alltaf gagnvart þeim sem
lögðu þessu verki lið, bæði opinberir aðilar og einstaklingar, sem tóku þátt í verkinu,
svo senr Guðjón Jónsson kennari og Þórir Bergsson tryggingarfræðingur.
Sálfrœðideild skóla - framhaldsnám í New York
Hvernig tengist þetta starfþitt í Kópavogi stofnun Sálfrœðideildar skóla í Reykjavík?
Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri í Reykjavík, leitaði eftir því að ég kæmi til starfa og
hæfi undirbúning að því að reka sálfræðiþjónustu í Reykjavík. Ég varð við þeirri beiðni
og þá féll því miður allt starfið í Kópavogi niður. Þetta var árið 1960, sama ár og
Sigurjón Björnsson kemur heim frá framhaldsnámi í Kaupmannahöfn, en hann hafði þá
verið ráðinn til að veita forstöðu geðverndardeild barna við Heilsuverndarstöðina í
Reykjavík. Það kom ábyggilega sterklega til greina hjá Reykjavíkurborg að fella
Geðverndardeildina og sálfræðiþjónustuna saman í eitt.
Inn í þetta mál blandaðist aðgreiningin á milli klínískrar og námslegrar aðstoðar við
skólabörn og við sveitungarnir, Sigurjón og ég, ræddum þessi mál eitthvað okkar í
milli. Jónas B. fræðslustjóri sagði að hann myndi reyna að fara eftir því sem ég legði
til. Ég var sjálfur mjög á báðum áttum hvort ekki væri hyggilegast að styrkja
starfsemina með því að slá þessu tvennu sanran. En einhvern veginn varð ofan á að
starfsemi skólanna væri annars eðlis og því væri skynsamlegra að halda þessu
aðgreindu.
Það var talsverð áhætta sem ég tók með því að reyna þetta upp á eigin spýtur. Ég
fékk aðstöðu í kumbalda á bak við Fræðsluskrifstofuna, sem þá var til húsa í
Vonarstræli 8. Ég starfaði þarna einn fyrstu mánuðina en síðan komu til starfa Kristinn
Björnsson sálfræðingur og Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi og enn síðar margir fleiri.
Hvað var það sem þú beittir þér helst fyrir í uppbyggingu sálfrœðiþjónustunnar?
Fyrst urðum við nauðug viljug að sinna eingöngu því sem ég nefndi stundum
„slysavarnarþjónustu“. Kennarar vísuðu til okkar nemendum í vanda og okkar hlutverk
var að greina hvað væri að og leggja til einhver ráð. Við kröfðumst að vísu samþykkis
foreldra fyrir athugun enda komu annað hvort þeirra eða bæði með barninu, raunar
nálega alltaf móðirin. Kennarar kvörtuðu réttilega yfir að greining væri gagnslaus ef
engar fylgdu „raunhæfar" aðgerðir. - I þessu samhengi kemur fyrst í hugann varnaðar-
og leiðbeiningarstarf, sem tengdist skólabyrjun. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur átti í
17