Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 131
Helgi Skúli Kjartansson
kirkjunum hvarf latínan t.d. alveg úr bænalífinu og að langmestu leyti úr messunni.12
Predikun á móðurmáli varð þungamiðja guðsþjónustunnar, og heimilisguðræknin fór
að stýrast af uppbyggilegum ritum, auðvitað líka á móðurmálinu.
Lúther og fylgjendur hans voru hins vegar „húmanistar“ - svo eru nefndir arftakar
endurreisnarinnar í norðanverðri Evrópu - sem höfðu fullan hug á að efla lærdóm og
bókmenningu og töldu latínuna jafn sjálfsagðan grundvöll æðri menntunar og hún
væri óviðeigandi sem helgimál í safnaðarlífinu. Menntunarkröfur til presta voru
stórauknar, einkum í guðfræði; áherslan á biblíufræði leiddi einnig til þess að reynt var
að kenna öllum prestsefnum grísku, mál Nýja testamentisins. Þó fór því fjarri að
lúthersku skólarnir skæru niður latínunámið til mótvægis, heldur voru kröfurnar í því
líka auknar. Á sama tíma voru menntunarkröfur kaþólsku kirkjunnar sömuleiðis
auknar, að nokkru vegna samkeppni við mótmælendur. Siðaskiptin urðu því latínunni
mjög til framdráttar sem námsgrein.
Nú var líka komið að því að menn gæfu gaum aðferðunum við nám og kennslu í
þessari vandmeðförnu fræðigrein. Nokkur vísir var að koma fram að uppeldisfræði, og
hagnýt uppeldisfræði snerist mest af öllu um latínukennslu. Langfremsti uppeldis-
fræðingur tímabilsins, Tékkinn Comenius (á 17. öld), varð t.d. frægastur fyrir
kennslubækur og kennsluaðferðir í latínu.13 Færri gáfu gaum boðskap hans um gildi
móðurmálsins í byrjunarfræðslu barna.
Latínuskólar á biskupsstólunum
Eftir siðaskiptin á Islandi var það eitt af forgangsverkefnum hinnar nýju lúthersku
kirkju að koma skipan á menntun prestsefna. Nú dugði ekki einkakennsla gömlu
prestanna, sem sjálfir voru mótaðir í kaþólskum sið, heldur urðu prestar hins nýja siðar
að hljóta menntun hjá þeim fáu sem notið höfðu háskólamenntunar erlendis í lútherskri
guðfræði. Því var komið fastri skipan á skólahald við báða biskupsstólana (með
konungsboði 1552) og stofnuð tvö kennaraembætti við hvorn skóla. Guðfræðingar,
sem numið höfðu við háskólann í Kaupmannahöfn, gegndu oft kennarastörfum um
tíma, meðan þeir biðu eftir að komast að í góðu prestakalli. Eiginlega kennaramenntun
var ekki um að ræða, og fáir helguðu sig kennslu sem ævistarfi.
Latína var, eins og gerðist í lútherskum löndum, aðalnámsgrein prestaskólanna og
ætlast til að prestsefni yrðu fullfær að tala hana og skrifa. Jafnvel komst það á að
sveinar þyrftu að kunna talsvert í latínu til að komast inn í skólana, a.rn.k. ef þeir áttu
að komast á námsstyrk („ölmusu“ eins og það hét). En misjafnlega gekk að halda uppi
tilætluðum námskröfum. Jafnan sótti í það farið að latínunámið yrði þululærdómur
' 2 Á íslandi var tónað að hluta til á latínu meðan farið var eftir Grallaranum, helgi-
siðabók Guðbrands biskups, þ.e. alla 17. og 18. öld. Nú bregður fyrir latínutóni í
prestsvígslumessum.
' ^ Comenius er latínumynd af tékknesku nafni hans, Komenský, eins og Columbus og
Copernicus eru latínunöfn ítalska landkönnuðarins og pólska stjarnfræðingsins.
Hann samdi fræðirit sín einkum á latínu, en alþýðlegri rit á tékknesku eða þýsku, rétt
eins óg Lúther hafði notað latínu fyrir alvarlega guðfræði, þótt hann ritaði að öðru
leyti á þýsku. Hann var, vel að merkja, oft kallaður Lutherus, m.a. af íslenskuni
höfundum.
129