Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 120
Gyða Jóhannsdóttir
Niðurstöður erlendra og innlendra rannsókna benda til þess að á íslandi sé lengstur
vinnudagur miðað við OECD-löndin.4 Meðalvinnutími íslenskra kvenna er að jafnaði
35 stundir á viku en konur í fullu starfi utan heimilis vinna að jafnaði 45 stundir á
viku.5
í rannsókn Baldurs Kristjánssonar kemur í ljós að á undanförnum tuttugu og fimm
árum hefur hlutfall útivinnandi mæðra fimm til fimmtán ára barna vaxið úr 12% í
80%. Baldur leiðir líkur að því að útivinnandi konum muni enn fjölga þar sem sífellt
fleiri konur afli sér starfsmenntunar/’ Það er því augljóst að íslenskar mæður starfa að
mjög miklu leyti utan heimilis. I þessu sambandi má aftur vitna í skýrslu Norrænu
ráðherranefndarinnaren þar kemur í Ijós að hlutfall útivinnandi kvenna, 55 ára og eldri,
er hæst á íslandi. Má af þessu draga þá ályktun að töluverður hluti þessara kvenna sé
ömmur ungra barna, þ.e. ömmurnar eru komnar út á vinnumarkaðinn. Ef svo er má
ætla að ömmurnar sinni barnabörnum sínum í minna mæli en áður. Engar tölur liggja
þó fyrir um þetta, heldur eru þetta getgátur greinarhöfundar.
Tölfræðilegum niðurstöðum og spám þarf að taka með varúð. Þegar þetta er ritað
(mars 1992) fer atvinnuleysi vaxandi á íslandi og ekkert bendir til þess að það verði
skammvinnt. Slíkar breytingar á atvinnumarkaðinum hafa auðvitað áhrif á lengd
vinnudags, svo og á það hverjir fá vinnu. Enn sem komið er liggja ekki fyrir
haldbærar upplýsingar um atvinnuleysið og áhrif þess.
Af þeirri tölvísi, sem nú hefur verið rakin, má ljóst vera að samfélagið verður að
koma til móts við þarfir barnafjölskyldna varðandi leikskólavist. - Og þá hlýtur að
vakna mikilsverð spurning: Hvernig á leikskólinn að vera? Á hann að vera geymslu-
staður, þar sem foreldrar gera ekki meiri kröfur en að barnsins sé gætt þannig að það
verði ekki fyrir slysum, eða á leikskólinn að vera stofnun þar sem sérmenntað
starfsfólk, fóstrur, vinna markvisst kennslu- og uppeldisstarf? Hér virðist þá vera
komið að því að gera upp á milli þeirra tveggja sjónarmiða sem nefnd voru. Varla er þó
hægt að segja að um nokkurt val sé að ræða; hér leiðir eitt af öðru: Breyttir atvinnu- og
fjölskylduhættir leiða til kröfu um leikskóla sem félagslega þjónustu. Hlutverk
leikskólans er hins vegar að annast barnið og sjá því fyrir viðfangsefnum sem hæfa
þroska þess hverju sinni, þ.e. leikskólinn er menntastofnun. Þetta tvennt verður ekki
aðskilið og þarf heldur ekki að vera í mótsögn hvort við annað. Það er erfitt að
aðgreina þarfir foreldra og þarfir barna þeirra. Starfsemi leikskólans byggir jafnt á
umönnun og að sjá barninu fyrir þroskavænlegum tækifærum til náms. Hvort tveggja
er jafn mikilvægt. Margir virðast vera á þeirri skoðun að umönnunarhlutverkið sé
eitthvað sem allir kunna og felist í því að gæta barna. Þeir sem halda þessu fram eiga
oft erfitt með að skilja að eitthvað annað sé gert í leikskólum. Hinir, sem skilja
mikilvægi þess að börn fái að glíma við viðfangsefni sem hæfa þroska þeirra hverju
sinni, og gera sér Ijóst að menntun fóstra er forsenda þess að hægt sé að ræða um gæði
í leikskólastarfi, falla hins vegar stundum í þá gryfju að draga úr vægi umönnunar og
telja að allir geti sinnt þeim þætti. Þessir þættir eru hins vegar jafn mikilvægir og
órjúfanlega tengdir í uppeldi og námi barna á leikskólastigi. Þeir útiloka því ekki hvor
^ Stefán Ólafsson 1990.
^ Vinnumarkaðskönnun Hagstofu íslands 1991.
6 Baldur Kristjánsson 1990.