Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 323
Purídur J. Kristjánsdóttir
á gagnfræðastigi, sem settir eru um óákveðinn tíma 1971 eða fyrr, og hafa lokið
kennaraprófi eða stúdentsprófi eða kennt samfellt eigi skemur en fimm ár. Kennarar
sem hafa að baki eins árs nám í kennslugrein, eða nám sem svarar til 2ja stiga af BA-
námi að loknu kennara- eða stúdentsprófi, þurfa aðeins að stunda nám í
uppeldisgreinum. Þeim sem lokið hafa kennaraprófi er þó ekki skylt að leggja stund á
aðrar uppeldisgreinar en kennslufræði.
Námið fór fram við Kennaraháskólann en undarlega er hljótt um það í fundargerðum.
Það virðist einkenna réttindanám kennara að aðdragandi er stuttur. í þessu tilfelli
hljómar það sem öfugmæli þar sem umræðan hafði verið í gangi í hartnær áratug. I
fyrsta sinn er minnst á námið í fundargerðabók skólans 8. júní 1973, þá spyr fulltrúi
ráðuneytisins hvort og hvenær skólinn geti séð fyrir kennslu á þeim námskeiðum sem
um ræðir. í ljósi þess að búið var að auglýsa námið kemur fyrirspurnin undarlega fyrir
sjónir og ekki síður viðbrögð skólans, en í fundargerðinni segir: „Umræður hófust um
þetta erindi og voru talin mörg tormerki á að skólinn gæti tekið að sér þetta verk.“
Skyldi hafa gleymst að veita fé til kennslunnar?
Þessu námi lauk 31 kennari, 10 konur og 21 karl, þar af tóku 17 valgrein, en hægt
var að velja milli fslensku, dönsku og stærðfræði.
2. Réttindanám grunnskólakennara skv. lögum um embœttisgengi kennara nr.
51/1 978.
Eins og segir í kaflanum um embættisgengi var svo kveðið á í þessum lögum að þeir
kennarar, sem ekki uppfylltu skilyrði laganna til embættisgengis, skyldu eiga kost á
námi við Kennaraháskólann sem veitti slík réttindi. Eina skilyrði til inngöngu í námið
var að hafa verið settur kennari við grunnskóla í a.m.k. 4 ár þegar lögin voru sett. Þeir
sem höfðu verið settir 14 ár eða lengur fengu skipun án undangengins náms.
Reglugerð fyrir námið var sett 4. maí 1979. Nokkur átök höfðu verið í reglugerðar-
nefndinni, svo og milli menntamálaráðuneytis og Kennaraháskólans, um umfang
námsins þar seni skólinn taldi námið eiga að vera yfirgripsmeira en hinir aðilarnir
álitu. Fór svo að farið var eftir tillögum skólans í megindráttum. Var viðkomandi
kennurum skipt í fjóra flokka eftir fyrri menntun og kennslureynslu og skyldu þeir
stunda mismikið nám. Einn hópurinn átti aðeins að stunda nám í uppeldisgreinum.
Voru það þeir sem höfðu háskólapróf í kennslugrein eða stúdentspróf og a.m.k. 9 ára
starfsaldur. Næsti hópur skyldi stunda nám í uppeldisgreinum og einni valgrein. Þeir
höfðu stúdentspróf og 4-8 ára starfsaldur, eða höfðu lokið verslunar- eða samvinnu-
skólaprófi, iðnnámi eða öðru námi frá sérskóla og höfðu a.m.k. 9 ára starfsaldur. í
þriðja hópnum voru þeir sem höfðu lokið prófi frá sérskóla, sjá hóp nr. 2, og höfðu 4-
8 ára starfsaldur, svo og þeir sem höfðu lands- eða gagnfræðapróf og a.m.k. 9 ára
starfsaldur. Þeir skyldu taka uppeldisgreinar og tvær valgreinar. I síðasta hópnum voru
þeir sem höfðu landspróf, gagnfræðapróf eða minna nám og 4-8 ára starfsaldur. Skyldu
þeir ljúka sama námi og næsti hópur á undan að viðbættu námi í almennum kjarna
skv. nánari ákvörðun.
Skólaárið 1977-78 voru 2411 starfandi grunnskólakennarar á landinu, þar af höfðu
611, eða 25%, ekki fullnægjandi menntun samkvæmt ákvæðum fyrrnefndra laga. Hjá
83 kennurum, eða 3,4%, skorti einungis nám í uppeldisgreinum, hina skorti meira.
321