Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 281
Sigurður Júl. Grétarsson
Prófin hentuðu líka til samanburðar milli skóla eða fræðsluumdæma ef áhugi væri á
slíku, til dæmis með aukinni sjálfstjórn fræðsluskrifstofanna. Ekki þarf að taka fram að
prófin kæmu ekki í stað annars mats og notkun þeirra yrði að stýra þannig að þau væru
hvorki of- né misnotuð. En ótti við misnotkun má ekki hindra fólk í því að gera það
sem skynsamlegt er.
Brýnt er að skoða hvort námsmat uppfyllir raunverulega þær kröfur sem til þess eru
gerðar í Aðalnámskrá grunnskóla. Þar segir:
(M]eta verður alla þætti námsins, framfarir, þekkingu, skilning og leikni og láta þá
vega í samræmi við áherslur í náminu. Ekki er t.d. nægilegt að meta eingöngu hvaða
þekkingu nemandi hefur tileinkað sér, þar sem hluti kennslunnar beinist óhjákvæmi-
lega að öðrum markmiðum. Mikilvægt er að meta bæði verklega og bóklega þætti og
prófa ýmist skriflega, verklega og munnlega eftir því sem við á.“19
Hér þarf að fara fram rækileg athugun á því hvernig kennurum tekst að uppfylla þessar
kröfur og hve áreiðanlegt mat þeirra er. Hversu gott er samræmið milli tiltölulega
háleitra kennslumarkmiða og formgerðar bekkjarprófa? Ef verulegir vankantar konta í
ljós, til dæmis að einkum sé lögð áhersla á að prófa þekkingaratriði, þarf að þróa nýjar
aðferðir í samráði við kennara. Hér þurfa stöðluð mælitæki ekki að leika neitt aðal-
hlutverk því að staðgóð þekking kennara á sambandi kennslumarkmiða og prófunar
skiptir sköpum í þessu efni.
Kennarar hljóta að huga rækilega að aukinni notkun staðlaðra prófa, ekki endilega í
námslok á síðasta námsári, heldur sem gagnlegrar aðferðar í ýmsu tilliti. Kennara-
sambandið lætur í Ijós sérstakar efasemdir um samræmd próf, einkum vegna ólíkra
aðstæðna nemenda.20 En það er fjarri því útilokað að semja próf sem ekki mismuna
fólki eftir búsetu. Rétt er að huga að því hvort samræmd próf í tilteknum greinum
kynnu ekki að auðvelda kennurum mat á eigin árangri, auk þess sem þau gæfu
skólastjórnendum almenn viðmið og stuðluðu þannig að sjálfstæði skóla í ýmsum
efnum, gagnstætt því sem stundum er haldið fram að þau hljóti að leiða til
miðstýringar. Þau gætu líka forðað því að hér myndaðist frumskógur inntökuprófa á
efri skólastigum og veitt skólum heilbrigt aðhald. Hér er þó ekki rúm til þess að fjalla
ítarlega um þetta efni.
Ástæða er þó til að staldra aðeins við þá yfirlýsingu Kennarasambands íslands að
„námsmat eigi að beinast að nemandanum sem einstaklingi, en ekki að því að bera hann
sainan við aðra nemendur.“21 Vitaskuld ber að forða nemendum frá sífelldum og kannski
sjúklegum samanburði á einkunnum - og auðvitað er námsmat til fyrirmyndar þegar
tekst að vekja áhuga nemanda á að gera betur, að keppa við sjálfan sig. En það er hvorki
raunhæft né skynsamlegt að hafna öllum sainanburði milli einstaklinga. Það má
hreinlega ekki horfa framhjá einstaklingamun í skólum. Það er einmitt hlutverk
skólanna að liuga að þessunt mun og freista þess að koma öllum til þess þroska sem
hæfileikar þeirra standa til. Áhugamál eru mismunandi, þroski er mishraður, hæfileikar
eru oft bundnir tilteknum sviðum. Nemendur eiga kröfu á því að hugað sé að þessum
'9 Aðalnámskrá 1990:19.
Skólastefna 1990:33.
“ ' Sama rit, bls. 32.
279