Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 32
Ásgeir Beinteinsson
upplýsingar um hvað drengurinn ætti að gera næstu daga. Neðst voru upplýsingar um
túlk sem ég átti að hafa samband við ef ég lenti í vandræðum. Við máttum taka upp
símann og hringja í túlkinn sem mundi þá hjálpa okkur að ræða saman.
Ég þakkaði fyrir nrig og lagði af stað heim. Himinninn var orðinn heiðskír og
fuglarnir nutu þess að fljúga undan þakskeggjunum í hverfinu.
Þegar ég kom heim tók ég upp gögnin sem skólastjórinn fékk mér í hendur. Þar var
að finna margvíslegar upplýsingar (sumt með skáletri) um skipulag skólans:
Hverri grein, sem skólinn býður upp á, er skipt niður í skref og greinarnar hafa
mismunandi mörg skref, allt frá 12 upp í 144. Gert er ráð fyrir að hver nemandi ljúki
u.þ.b. 12 skrefum í hverri grein á ári. Öllum greinum er skipt í þrjá eðlisþætti:
Samþátt, sem er samræðu- og samvinnuþáttur. Undir þeim lið er aðallega unnið með
dómgreindina í kerfisbundinni og frjálsri samræðu. Sköpunarþátt, sem vinnur með
ímyndun, innsæi og fegurðarskyn. Sköpunarþátturinn er undir hverjum og einum
kominn en er auk þess samvinnuverkefni; þannig er hann eins konar skörun
samþáttarins og þess þriðja en það er sjálfsnám, færniþáttur, sem er undir hverjum og
einum kominn. Síðast taldi þátturinn er mest afmarkaður í tíma og rúmi. Hann
einkennist af því að nemandinn lærir af tölvu sinni með aðstoð kennarara ef á þarf að
halda.
Hver námsþáttur skiptist í nokkrar námsleiðir eftir getu nemenda.
Foreldrar eru minntir á að fylgjast grannt með námi barna sinna, annars muni námið
ekki takast sem skyldi. Foreldrar hafa stöðugan aðgang að upplýsingum um gengi barna
sinna með því að líta á skjápóslinn heima í stofu.
Ég leit upp úr gögnunum og horfði á hnígandi síðdegissólina og spurði sjálfan mig
að því hvers vegna ég hafði ekki tekið þátt í öllum þessum stórkostlegu breytingum.
Ég fékk kökk í hálsinn og það lá við að ég vatnaði músum yfir eigin aumingjaskap.
Þarna var ég við þröskuld þessara miklu umbrotatíma og gafst upp. Ég var í gættinni.
Hverjir buguðu mig? Voru það börnin, misvitrir foreldrar eða mislyndir samstarfsmenn
sem hver og einn taldi sig hafa höndlað hinn eilífa sannleika? Nei, kannski embættis-
mennirnir með mælistikur sínar og vogir. En það vill svo til að það eina sem hægt er
að mæla er það sem er, það sem sést, það sem kemur á skjáinn, ekki það sem verður
eða getur orðið, síst af öllu það sem ætti að verða. Kannski var það þetta allt sem
úrslitum olli - og launin. Ég hugga mig við þá staðreynd að ég var í gættinni.
Og ég hélt áfram að lesa.
Börnin byrja fimm ára og geta lokið náminu frá fjórtán ára til sautján ára. Þá er
álitið að þau hafi nægilega menntun til að hefja bóklegt eða verklegt starfsnám og aðrir
geti farið í frekara almennt nám.
Og þarna eru allar gömlu skólagreinarnar, tómstundagreinarnar og greinar gömlu
einkaskólanna í einni samstæðri lieild. Þannig er reynt að þroska hæfileika hvers og
eins í samræmi við getu.
Ja, var það ekki þetta sem við vorum að basla við að koma á um 1990: skóli fyrir
alla? Og, hvernig myndi nú Skó Lí falla inn í þetta margbrotna kerfi? Skólinn sem
hann kom úr er áreiðanlega fjörtíu árum á eftir tímanum. Hann er mállaus og ekkert er
vitað hvað hann kann.
Ég leit á skipulag allra næstu daga. Mánudagur: Viðtal hjá félagssálfræðingi. Þar á
eftir kynnisferð um skólann með skólastjóra. Eftir hádegi: Ákvörðun um samstarfshóp.
30