Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 123
Gyða Jóhannsdóttir
Óhætt er að segja að stöðugt eru gerðar meiri og meiri kröfur til fóstrunnar, henni
eru lagðar nýjar og nýjar skyldur á lierðar. Hér á eftir verða rakin tvö dæmi um þetta:
dvöl fatlaðra barna á leikskólum og menningarhlutverk fóstra.
Fötluð börn í leikskóla
Yfirvöldum er orðið ljóst að leikskólinn er mikilvæg náms- og uppeldisstofnun sem
öll börn ættu að eiga aðgang að. Hvarvetna á Norðurlöndum er viðtekin stefna að
fötluð börn séu á almennum leikskólum. Árið 1986 átti Norræna samstarfsnefndin um
leikskóla og skóladagheimili frumkvæði að úttekt á stöðu fatlaðra bama í leikskólum á
Norðurlöndum. Þetta var mjög viðamikið verkefni þar sem sérstaklega var athugað
hvort leikskólanum væri ætlað að koma til móts við þarfir fatlaðra barna og barna sem
þurfa sérstakan stuðning, og hvernig leikskólanum væri gert kleift að sinna þessu
verkefni. Þessi athugun náði til allra Norðurlanda og voru skyldur ríkis og sveitar-
félaga kannaðar í hverju landi og niðurstöður bornar saman. Norræna ráðherranefndin
kostaði könnunina. Einn starfsmaður var frá hverju landi. Liv Vedeler, dósent við
Sérkennaraháskólann í Osló, var verkefnisstjóri. Verkefninu lauk árið 1988 og
niðurstöður voru birtar í bókinni INBANOR.10
Niðurstöður í þessari könnun leiddu m.a. í ljós að í öllum löndunum er stefnt að því
markmiði að tryggja yngstu og veikburðugustu börnunum, svo og fötluðum börnum,
umönnun, stuðning og kennslu. Sérstök áhersla er lögð á mikilvægi fyrstu æviáranna
fyrir þroska mannsins. Leikskólinn fær því sérstakt vægi og í öllum löndunum virtust
menn sammála um gildi leikskóladvalar fyrir fötluð börn og þau börn sem þurfa á
sérstökum stuðningi að halda. Höfundar skýrslunnar benda á að þetta sjónarmið sé í
samræmi við þá lýðræðislega hefð að bera virðingu fyrir sérhverri manneskju.
Eitt af meginmarkmiðum þeirra, sem berjast fyrir rétti fatlaðra barna, er réttur þeirra
til eðlilegra lifnaðarhátta, lífs sem þau deila með ófötluðum (normalisering).
Leikskóladvöl með öðrum börnum er mikilvægt skref í þeirri keðju. Vistun fatlaðra
barna á almennum leikskóla gefur þeim tækifæri til að umgangast önnur börn í hóp
sem virkir þátttakendur og gefendur. Það getur leitt til samkenndar og viðurkenningar.
Börn, sem alast upp við hlið fatlaðra barna og barna sem þurfa sérstakan stuðning,
kynnast litrófi samfélagsins og viðurkenna það. Það er gott veganesti fyrir framtíðina
og ætti að leiða til aukins skilnings á almennum mannréttindum.
Markmiðin eru háleit og samstaða virðist um að hvika ekki frá þeim. í öllum
löndunum er blöndun fatlaðra og ófatlaðra barna tryggilega staðfest með lagasetningu
og reglugerðum. Það er hins vegar nokkuð ólíkt eftir löndum hvernig tekið er á ábyrgð
leikskólans hvað þetta snertir. í Svfþjóð er talið að öll börn, þar með talin fötluð börn,
eigi rétt á leikskóladvöl. Höfundar kalla þetta „félagslegt réttlæti“. Svíar vilja ekki
„sérleikskóla" fyrir fötluð börn heldur eiga starfshættir leikskóla að taka mið af þörfum
allra barna. í hinum löndunum ríkir einhverskonar nytjasjónarmið. Öll börn eiga rétt á
leikskóladvöl, en jafnframt velta menn fyrir sér hvaða gagn fötluð börn hafi af
leikskóladvöl. Svíar veita vissulega séraðstoð eftir þörfum en minnast ekkert sérstak-
Hér er um að ræða styttingu á titlinum: Insats för barn med behov för sœrskilt stötte i
barnehagen i de Nordiske lande. I eftirfarandi geinargerð er stuðst við þetta rit.
121