Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 24
Rœtt við Jónas Pálsson
KHÍ upp andspænis vali milli framhaldsnáms fyrir kennara og Iengingu almenns
kennaranáms. Annað hvort er að gera Kennaraháskólanum kleift að lifa og dafna við
góðan kost eða „slá hann af‘ hið skjótasta sem sjálfstæða stofnun.
Hver var þín sterkasta hlið sem rektor KHÍ?
Það hefi ég ekki hugmynd um. Hins vegar má gjarnan koma fram í þessu spjalli, það
sem ég mun að vísu hafa nefnt áður, að velgengni mín í starfi, ef einhver getur talist,
má að langmestu leyti rekja til heppni minnar eða lángæfni að finna mér góða
samstarfsmenn. Þetta erekki uppgerðarhógværð af minni hálfu heldur bláköld staðreynd.
Eg var orðinn miklu þreyttari en ég gerði mér grein fyrir síðustu árin í Kennara-
háskólanum og þá kom þetta vel í ljós. - Ef þú hefðir spurt mig um mína veikustu
hlið, má ég þá svara í hálfkæringi og segja að það var hik mitt að láta kné fylgja kviði
við ákvarðanatöku þegar mál stefndu í óefni. Hefi ég þó stundum reynt að láta
skynsemina ráða, hversu óþægilegar sem þær aðgerðir annars voru sem grípa varð til,
bæði fyrir mig persónulega og þá einstaklinga sem hlut áttu að máli.
Spáð íframtíðina
Hvað sýnist þér um þróun KH! og háskólastigsins á nœstunni?
Tilgátur og hugleiðingar af minni hálfu um þetta eru víst varla við hæfi og e.t.v. til
óþæginda fyrir fyrrum samstarfsfólk. Ég hætti samt á að nefna eitt eða tvö atriði.
Stofnun Listaháskóla íslands með sameiningu Tónlistarskólans í Reykjvík,
Myndlista- og handíðaskóla íslands og Leiklistarskóla íslands í einni skólastofnun,
Listaháskóla Islands, hefur verið í umræðu undanfarin ár, frumvarp hefur verið samið og
kaup fest á húseign Sláturfélags Suðurlands í Laugarnesi fyrir starfsemina. - Víst ber að
fagna framtaki sem styrkir undirstöður lista í landinu. Þó nú væri! Samt finnst mér að
hér hefði mátt staldra við og skoða málefni í víðara samhengi og með langtímaávinning
í huga.
Ég er einn þeirra sem telja að auka eigi þætti í þjóðaruppeldið frá handverki og
listum - og þá ekki síst í grunnskólum. Mér var því sérstakt ánægjuefni að á minni
rektorstíð var myndmennt gerð að valgrein í almennu kennaranámi. Starfsskilyrði allra
list- og verkgreina við KHÍ bötnuðu einnig stórlega þegar rúmgott húsnæði fyrir þessar
greinar fékkst í nágrenni skólans. Engu að síður þarf að gera átak til að styrkja áhrif
þessara greina í kennaranáminu á öllum skólastigum.
Stofnun listaháskóla gefur, að mér finnst, tilvalið tækifæri til að stuðla að nánari
tengslum lista og uppeldismála í landinu, m.a. á þann veg að listaháskólinn nýi verði
staðsettur í byggingu, sem reist yrði sérstaklega yfir þá starfsemi á lóðinni við
Stakkahlíð. - Þar er enn nægilegt rými fyrir slíka byggingu þó að KHI vanti brýnt
viðbótarhúsnæði fyrir eigin starfsemi. Efna bæri til hugmyndasamkeppni um byggingar
þessara skólastofnana ef tillögur í þessa veru fengju hljómgrunn.
Mig langar líka að lýsa eindregnum persónulegum stuðningi mínum við aðra skylda
hugmynd sem raunar er alls ekki ný til komin og hefur nýlega verið rædd opinberlega af
viðkomandi aðilum. Hér á ég við þá tillögu að stofna, með sameiningu Kennara-
háskólans, Fósturskólans og raunar einnig Þroskaþjálfaskólans, háskólastofnun undir
22