Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 135
Helgi Skiili Kjartansson
Ekki átti fyrir Jóni að liggja að segja skólapiltum til í klassískum fræðum, heldur
vann hann einkum fyrir sér sem handrita- eða norrænufræðingur. Þar hafði hann að
vísu margvísleg not fyrir latínukunnáttu sína. Hann gaf t.d. út latneskar heimildir í
Islensku fornbréfasajhi; hann vann að útgáfum fornrita þar sem birt var latnesk þýðing
samhliða frumtexta; og hann vann jafnvel að útgáfum þar sem hann samdi vísindalegar
skýringar á latínu.
En norræn fræði voru eitt af þeint fáu sviðum þar sem latína var enn í alvöru
frambærileg sem tjáningartæki. Til að fylgjast með bókmenntum, menningu og
þjóðfélagsmálum samtfmans las Jón mikið af erlendum bókum, en þær las hann á
frummáli eða þá í dönskum og þýskum þýðingum; engum kom lengur í hug að gera
slíkt efni aðgengilegt í latneskri þýðingu, jafnvel þótt menntamenn Vesturlanda eyddu
meiri orku í latínunám en nokkru sinni fyrr.22
Læröi skólinn í Reykjavík
Árið 1846 var Bessastaðaskóli fluttur til Reykjavíkur og breytt á næstu árum í lærðan
skóla að dönskum hætti.23 Hann var eftir það sex vetra skóli - Bessastaðaskóla luku
flestir á öllu skemmri tíma - sem einungis stefndi að stúdentsprófi, og gaf það rétt til
náms við Hafnarháskóla þar sem inntökupróf voru um þetta leyti lögð niður. Prestsefni
þurftu tveggja ára nám í viðbót í nýstofnuðum prestaskóla í Reykjavík. Þannig var
guðfræðikennslunni létt að mestu af lærða skólanurn, og svigrúm jókst mjög til
kennslu í öðrum greinunt. Það var notað lil að auka nám í „gagnfræðagreinum“,
einkum íslensku, dönsku og öðrum erlendum málum. Latína var þó áfram aðal-
námsgrein, kennd einn og tvo tíma á dag öll skólaárin, og áttu piltar að verða
handgengnir bókmenntum, hugsunarhætti og þjóðfélagi Rómverja hinna fornu eins og
ný-húmanisminn bauð.
Inntökupróf gaf rétt til skólasetu í lærða skólanum. Prófað var í mörgum greinum,
en helsti þröskuldurinn var próf í latínu sem nýnemar þurftu að vera komnir töluvert
niður í.24 Það varð að gerast með sjálfsnámi og einkakennslu; jafnvel þótt skólum færi
fjölgandi í landinu kenndi enginn þeirra byrjendalatínu. Gagnfræðaskólar voru stofnaðir
í Hafnarfirði og á Möðruvöllum, en þeir voru hugsaðir til hliðar við lærða skólann,
ekki sem undirbúningsskólar undir hann.
Stúdentum fór fjölgandi í tíð lærða skólans, urðu 15-20 á ári að jafnaði eða 1-2%
af hverjum árgangi karlmanna, og allmargir af stúdentunum þreyttu framhaldsnám við
háskóla. Stúdentsprófið, og þá fyrst og fremst latínunámið, dró skýra markalínu milli
~~ Ávexti hins mikla fornmálanáms á 19. öld má einna helst sjá í því, að latneskir og
grískir orðstofnar urðu mönnum mjög tiltækir við nýyrðasmíð á Evrópumálum,
orðliðir eins og „auto-“, „poly-“, „tele-“ eða „electro-“ sem einkenna svonefnd
alþjóðaorð á sviði tækni og vísinda.
2 3 Aðalheimild héðan í frá: Heimir Þorleifsson (ritstj.) 1975.
24 Fyrstu árin var einnig gert ráð fyrir inntökuprófi í grísku og grískunámi í öllum
bekkjum. Frá þessu var fljótt horfið og grískunám hafið í 2. bekk. Alla tíð lærða
skólans gekk gríska þó næst latínu í kröfuni til ástundunar skólapilta.
133