Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 247
Ragnhildur Bjarnadóttir
viðhorf koma fram hjá öðrum fræðimönnum sem fjallað hafa um sjálfhverfu í
tengslum við geðræna og tilfinningalega erfiðleika.6
Kenningu sína byggir Kohut á viðtölum við fullorðna einstaklinga. Mjög
viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar á börnum og fyrstu nánu tilfinningatengslum
þeirra við foreldri og má segja að niðurstöður þeirra rannsókna styðji kenningar Kohuts
að því leyti að þær staðfesta mikilvægi tengsla barns og foreldris á fyrstu mánuðum
og árum, en þá virðist vera lagður grunnur að sjálfstrausti barnsins og þeim
tilfinningatengslum sem það myndar síðan við aðra.7
Svissneski sálkönnuðurinn Alice Miller hefur á undanförnum árum skrifað margar
bækur sem fjalla flestar hverjar um áhrif uppvaxtarskilyrða barna á sálarlíf þeirra. I
bók, sem á dönsku kallast Det selvudslettende harn og hér er stuðst við, lýsir Alice
Miller á mjög aðgengilegan hátt því samskiptamynstri milli barns og foreldra sem hún
telur að leiði til þess að sjálfhverfa þróist með barninu. Hún heldur því fram að
ákveðnar aðstæður verði til þess að barn á viðkvæmu þroskaskeiði leggur sig fram um
að koma til móts við kröfur og væntingar foreldra sinna. Þessar aðstæður einkennast af
því að foreldra barnsins skortir öryggi og finnst þeir sjálfir að einhverju leyti
vanmáttugir. Foreldrarnir leitast því við að finna sér stuðning í einu eða fleiri af
börnum sínum, sem þau telja líkleg til að uppfylla væntingar þeirra og vonir. Ef
barninu tekst að verða foreldrum sínum til gleði og ánægju öðlast það í staðinn ást
þeirra og einnig möguleika á að skynja sig sem gott og vel heppnað barn. Ef þetta
tekst ekki finnst því það vera misheppnað. Barnið leiðist þá út í stöðuga leit að því
hvernig það á að vera (duglegt, gáfað, fallegt o.s.frv.) svo að því sé ekki hafnað af
foreldrunum.
En þetta hefur svo þær afleiðingar, samkvæmt kenningu Miller, að sjálfsvitundin
verður „fölsk“ þar sem barnið afneitar þeim hliðum á sjálfu sér sem foreldarnir geta
ekki sætt sig við eða viðurkennt. (Þess vegna „erfist“ sjálfliverfan gjarnan en birtist
kannski með ólíkum hætti.) Barnið verður næmt á þarfir og tilfinningar foreldra sinna
en neyðist til að bæla niður „neikvæðar" eigin tilfinningar (í augum foreldranna),
tilfinningar eins og reiði, afbrýðisemi, eigingirni og öfundsýki sem þá þroskast ekki á
eðlilegan hátt. Jafnframt lærir barnið að það er ekki elskað vegna þess sem það er
heldur með hliðsjón af því hvað það gerir eða hvað það getur. í Ijósi þessarar túlkunar
er ekki erfitt að skilja þörf hins sjálfhverfa fyrir að leggja allt í sölurnar til þess að vera
fullkominn, jafnvel „sá besti“, eða að forðast aðstæður þar sent hættan á að vera
misheppnaður er yfirvofandi. Það barn, sem hefur mótað með sér falska sjálfsvitund í
þessu samspili við foreldra, hefur sem fullorðið sífellda þörf fyrir aðdáun sem er samt
sem áður ómettanleg þar sem hún er hluti af fölskum vítahring, því að einstakling-
urinn hefur þörf fyrir ást og virðingu en ekki aðdáun. Einmanaleiki, depurð og kvíði
verða ríkjandi einkenni meðal þeirra sem stöðugt hafa upplifað sig misheppnaða í
þessum samskiptum. Sameiginleg einkenni eru skortur á hæfni til að geta upplifað
tilfinningar eins og gleði, sorg og reiði á eðlilegan hátt.8
Mpller 1983:20-27; Mphl 1983:125-141.
Sjá m.a. Mpller 1983 og Mussen o.fl. 1990:153-172.
Miller 1982.
6
7
8
245