Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 41
LJppeldi og menntun 1 (1): 39-43
S
Aslaug Brynjólfsdóttir
Betri skóli - betra samfélag
Fjölmargar spurningar leita á hugann þegar maður veltir því fyrir sér hvers vegna
skólinn og skólastarfið kemur ekki betur til móts við þarfir þess þjóðfélags sem við nú
lifum í. Hvers vegna var skólinn upphaflega stofnaður? Hefur skólinn ef til vill lítið
breyst í tímans rás? Hvers konar skóla þörfnumst við? Höfum við ráð á breyttum og
betri skóla? Hér á eftir mun ég leitast við aðdsvara þessum spurningum.
Hvers vegna var stofnað til skóla?
Barnaskólar voru stofnaðir endur fyrir löngu í öllum menningarlöndum þar sem fæst
heimili voru svo efnum búin eða auðug að kennslukröftum að þau gætu annast alla
fræðslu barna sinna. Skólarnir voru þó ekki eingöngu stofnaðir í þágu barnanna sjálfra
og foreldranna heldur jafnframt í þágu þjóðfélagsins, því hverju þjóðfélagi er mikilsvert
að öll börn nái að þroska hæfileika sína, þeim sjálfum og samfélaginu öllu til
hagsbóta.
Lengi vel var það ríkjandi skoðun að heimilið ætti að annast uppeldið, en skólinn
fræðsluna. Þessir tveir þættir eru þó vissulega samtvinnaðir og því hefur skólinn ætíð
verið uppeldisstofnun í vissum skilningi og heimilið lærdómssetur. Skólinn hefur því
ekki einn séð um allt fræðsluhlutverkið, a.m.k. ef litið er til skólastarfs á íslandi. Þar
komu heimilinn að meira eða rninna leyti til skjalanna og mikil þjálfun og persónuleg
aðstoð fór fram innan veggja þeirra. Börnum var sett fyrir það sem þau áttu að læra
heima og skólinn var eins konar eftirlitsaðili og hlýddi nemendum yfir heima-
lærdóminn. Með þessum aðferðum gátu börnin hvert og eitt varið mislöngum tíma í
námið og skipt honum á milli námsgreina eftir þörfum. Slíkt gaf vissulega góða raun,
einkum hjá þeim sem fengu aðstoð heima. Þá gátu börnin leitað til þeirra eldri á
heimilinu, systkina, móðurinnar, sem oftast var heima, eða jafnvel afa eða ömmu sem
oft voru einnig til staðar á heimilinu.
Hefur skólinn ef til vill lítið breyst?
Þær þjóðfélagsbreytingar, sem orðið hafa hér á landi á síðustu árum, valda því að
heimilið er ekki sams konar stofnun og áður. Ástæðan er m.a. þéttbýlismyndun og
stóraukin þátttaka kvenna í atvinnulffi, en um 80% þeirra eru í störfum utan
heimilanna. Þarf ekki að fjölyrða hér um þær gagngerðu breytingar sem orðnar eru á
samfélagi okkar. Hilt er einnig ljóst að uppeldis- og fræðsluþáttur heimilanna hefur
dregist mjög saman og er því afar erfitt að nota sams konar kennslufyrirkomulag í
skólum og drepið var á hér á undan.
Því miður er öllu skólastarfi þröngur stakkur skorinn. Hér er enn tvísetinn skóli,
skólatími hefur ekki lengst og tímaskortur hrjáir allt skólastarf. Tæki, búnaður og allt
39