Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 312
Sigurjón Mýrdal
eru þannig stöðugum breytingum undirorpin. Uppgangur námskrárhöfunda skóp t.d.
fræðilegan hjúp um námskrárgerð, „hönnun námsumhverfis", og námsmat, og þrýsti
kennurum í þjónustuhiutverk í samræmi við hugmyndavef umbótanna. A svipaðan
hátt hafa skólasálfræðingar verið iðnir við að marka sér sérfræðibás innan mennta-
kerfisins en utan seilingar kennaranna66. Kennarar urðu að sjálfsögðu varir við þessar
breytingar en höfðu ekki vald á þeim félagssögulegu skilyrðum sem skópu þeim örög,
né réðu þeir yfir þeim þekkingarfræðilegu vopnum sem beitt var í umræðunni.67
Þessar breytingar á kennarahlutverkinu má nú reyna að skoða í víðara félagssögulegu
samhengi; og ef til vill mætti máta við það sjónarhorn þær breyttu aðstæður sem
sníða stéttinni stakk nú um stundir. Hugmyndir um fagmennsku kennara hafa flökt frá
ímyndinni um kennara, sem vinna mestmegnis sjálfstætt með nemendum í skólastofu,
til ímyndar eftirstrfðsáranna um kennara sem vinna eftir forskrift námskrár og kennslu-
leiðbeininga, undir handarjaðri sérfræðinga sem strá um sig fræðilegum og
tæknilegum gullkornum.
A síðasta áratug má svo greina nýja ímynd kennara sem nú eiga að haga sér í
samræmi við fyrirfram ákveðna og formlega skilgreinda forskrift um það í hverju
fagmennska sé fólgin. Kennarasamtök taka virkan þátt í þeirri umræðu og virðast
stefna að því að styrkja fagmennsku stéttarinnar, skilgreina fagþekkingu hennar og
stuðia þannig að því að hún temji sér fagvitund og öðlist viðurkenningu sem
fagstétt.68
Skoða má núverandi umræðu um endurnýjun á fagmennsku kennara sem framhald
fyrri umbóta - en nú í nýju félagssögulegu samhengi skipulagslegrar miðstýringar og
stofnanalegrar dreifstýringar. Umræða um skólanámskrár og skólaþróun gerir ráð fyrir
aukinni faglegri ábyrgð kennarasamfélagsins á hverjum stað. Slík valddreifing kallar
aftur á móti, að margra mati, á sameiginlegan þekkingarforða og staðlaðar reglur um
starfsmenntun og embættisgengi kennara. Lögverndunarlögin, ný lög um Kennara-
háskóla Islands, skólastefna Kennarasambandsins og aukið fé til þróunarstarfa kennara
og árganga- og fagstjórnar - þetta eru örfá dæmi um aðgerðir á síðustu árum sem
styrkja hina nýju kennaraímynd og eiga að tryggja staðlaða fagvitund og sameiginlega
fagþekkingu. An formlega skilgreindrar fagmennsku kennarastéttarinnar er ráðuneytinu
varla fært að framselja hluta af yfirráðum ríkisins til hennar!69
í deiglu hins nýja íslenska borgríkis 21. aldar verður, ef að líkum lætur, gripið til
fagstétta, þar á meðal kennara, til að greiða úr félagslegum og menningarlegum
flækjum og vandamálum nýrra þjóðfélagshátta.70 Tilhneiging til formlegrar
fagmennsku kennarastéttarinnar fellur að breyttri samfélagsskipan á íslandi og gæti, að
breyttu breytanda, sótt styrk í gömlu myndhverfinguna um „menningarvitann" sem nú
tæki lit af nýjum félagssögulegum aðstæðum: síð-nútímalegri menningarneyslu,
upplýsingatækni, alþjóðahyggju og, síðast en ekki síst, efnahagslegum skuldaskilum.
Jónas Pálsson 1970.
Sjá Brodda Jóhannesson 1978 og Jónas Pálsson 1978 og 1983.
68 Skólastefna 1987.
^ Neuve 1991; Lundgren 1987.
7® Sjá Jón Torfa Jónasson 1990 og Jónas Pálsson 1992.
310