Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 106
Guðný Guðbjörnsdóttir
sem nýtist bæði í starfi og tómstundum. Þetta er sfðan brotið niður í undirmarkmið þar
sem engin skírskotun er til fjölskyIdulífs.28
Það er því fyrst nú að til er skýr stefnumörkun um að skólakerfið eigi að búa drengi
og stúlkur undir ákveðin hlutverk í lífinu, þó að sögulega séð hafi það verið
meginviðmiðið, sem stuðst hefur verið við til að réttlæta æskilega menntun stúlkna og
drengja, allt aftur til Ríkis Platós.29 Lagalega á þessi stefnumörkun stoð í gildandi
jafnréttis- og grunnskólalöguin en í lögum um framhaldsskóla er ekki tekið skýrt á
málinu. - En góð markmið, þóll nauðsynleg séu, gera hinsvegar lítið gagn ef þau eru
ekki útfærð í námskrám og í skólastarfinu sjálfu. Hvernig skyldu þau mál standa?
Námskrár
Markmið skólastarfsins eiga að birtast skýrt í námskrám, hvort sem um er að ræða
opinberar námskrár eða duldu námskrána sem nær til allra óskráðra samskipta í
skólanum. I námskrám er kveðið á um hvað eigi að kenna á viðkomandi skólastigum
eða skólum. Hér verður fyrst og fremst fjallað um skráðar eða opinberar námskrár
grunn- og framhaldsskólans, þó að ég taki einnig á þeirri duldu í rannsókn minni.
Víða erlendis hafa námskrár skóla verið í gagngerri endurskoðun. í Bretlandi, til að
mynda, hefur nýlega verið samþykkt að gera nýja samræmda námskrá eða „nationa!
curriculum“ í kjölfar lagasetningar.30 Fyrirliggjandi námskrárdrög hafa þegar hlotið
mikla gagnrýni frá sjónarmiði kynferðis.31 Það sjónarmið þykir hafa gleymst í
viðleitninni til að móta betri starfsmenntun og skilvirkara mat á skólastarfinu.
I Hollandi verður sú breyting gerð frá og með skólaárinu 1993-1994 að allir 13-16
ára unglingar eiga að læra sömu kjarnagreinarnar, 15 alls. Tvær nýjar bætast við sem
kallaðar eru tækni (technics) og umönnun (caring) og verður útfærsla þeirra breytileg
eftir skólum. Á það hefur verið bent að sjálfsagt þótti að taka upp tæknisviðið en mun
meira varð að hafa fyrir að koma umönnuninni að, þrátt fyrir mjög jákvæðar undirtektir
í skoðanakönnun meðal foreldra og kennara, sem töldu einsýnt að umönnun væri ekki
kennd á heimilum.32
Námskrár geta byggst á margskonar forsendum, sbr. t.d. lýsingu Berquists á
mismunandi módelum fyrir námskrár, sem ýmist mótast af hefðum, þemum,
starfsundirbúningi, færniþáttum, reynslu, gildum, óskum nemenda eða framtíðarsýn.
Flest virðast þessi módel byggja á þeim forsendum að vera óháð sögulegu samhengi
(ahistorical), búin til af utanaðkomandi aðilum og hugmyndafræðilega „hlutlaus“.33
Æ fleiri setja spurningarmerki við slíkar forsendur. Vakin hefur verið athygli á því
að námskrár séu mótaðar af menningararfleifð og því verði að átta sig á sambandinu á
milli þekkingar og þess valds sem fylgi því að skilgreina veruleikann og ráða efnisvali.
Námskrár byggi yfirleitt á orðræðu meirihlutans eða ráðandi afla og því heyrist rödd
Lög um framhaldsskóla 1988, 2. grein.
Guðný Guðbjörnsdóttir 1990:36-38.
3® Sjá t.d. Goodson 1992:66 og Department of Education and Science 1989.
3 ' Sjá Shah 1990 og Burrage 1991.
3^ Lunenberg 1992:5-6.
33 Tierney 1989:74.
104