Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 186
Jón Toifi Jónasson
ekki að fela einum skóla mörg ólík hlutverk í einu, hann mun aðeins sinna einu þeirra
og þá að líkindum því sem almennast er.
Afleiðing hugmyndarinnar um að halda öllum leiðum opnum er nánast sú sama og
hlýst af því að sameina starfsmenntunina og almennu menntunina eins og hér hefur
verið lýst. Vegna þess að hefðbundnar bóknámsgreinar eru einar viðurkenndar sem liður
í almennri menntun verða þessar greinar kjarni sameiginlega námsins, sem hlýtur að
koma fyrst í náminu, svo að vali greina, til dæmis iðngreina, megi fresta sem lengst.
Skólasókn unglinga lengist og jafnvel þótt margvísleg rök megi færa fyrir því að mikil
fjölbreytni, svo sem margvíslegir verklegir áfangar, væri skynsamleg á fyrstu árum
framhaldsskólans þá mun hún sennilega ekki verða til staðar heldur mun tiltölulega
einhæft bóknám smám saman verða ofan á.
Vandi verknáms og starfsnáms
Togstreitan á milli almenns bóknáms og starfsnáms verður ekki auðveldlega falin og
síst í sameinuðum framhaldsskóla. Hún hefur oft sýnt sig beint, til dæmis við
undirbúning stofnunar Möðruvallaskóla.42 Sá skóli átti um skeið að verða bændaskóli
en séra Arnljóti Olafssyni, presti á Bægisá og alþingismanni, tókst að fá honum breytt
í almennan gagnfræðaskóla áður en skólinn tók til starfa 1880 og flest tengsl við
búfræðinámið voru rofin 1881.43 En þróun skólakerfisins er athyglisverð þegar
skyggnst er eftir jafnvæginu á milli almenna námsins og starfsnámsins. Annars vegar
byggist upp almennt bóknámskerfi, að vísu nokkuð fjölþætt, og hins vegar
sérskólakerfi, og tengslin þarna á milli eru lítil. Og smám saman fer bóknámskerfið að
ráða ferðinni. Fræðslulögin frá 1946 sýna glöggt hver vandinn er. Reynt var að búa til
heilsteypt skólakerfi með sérstökum lögum um kerfið og nokkuð ítarlegri skilgreiningu
á barna-, gagnfræða- og menntaskólastigi. En í þessari fyrstu tilraun til allsherjar-
skilgreiningar varð sérskólaflóran öll fyrir utan. Innan bóklega rammans, sem miðað
var við, var hins vegar prófuð sú nýbreytni sem áður getur, að ráðgera skiptingu í
bóknámsdeildir og verknámsdeildir. Það varð þó aldrei að fullu ljóst hvort verknámið
átti fyrst og fremst að vera tilraun til að endurskilgreina almenna menntun eða eins
konar undirbúningur undir starf. Lfklega átti það að vera hvort tveggja. Mér virðist
reynslan af sambúð verknáms og almenns bóknáms (eins og hún var í gagnfræða-
skólunum) og þróun starfsnáms og almenns bóknáms (í framhaldsskólunum) benda til
þess að verklegu þættirnir og jafnvel starfsnámið í heild muni eiga undir högg að sækja
þegar fram líða stundir.
Því má velta fyrir sér hvort ráðrfki bóknámsins sé óhjákvæmilegt, nánast eðli
málsins samkvæmt. Gæti það hugsast að náið samflot þessara tveggja þátta
skólakerfisins endaði alltaf á einn veg? í þessu sambandi má rifja upp tilraunir til þess
að byggja upp eins konar verknámsdeildir í Frakklandi á síðustu öld. Helstu framhalds-
skólarnir þar, lycées, voru hinir eiginlegu arftakar klassísku bóknámsskólanna sem
42 pað má vel vera að deilurnar um hlutverk Háskólans á Akureyri hafi um margt verið af
svipuðum toga.
43 Saga Menntaskólans á Akureyri 1981:19-21, 47—49; Sigurður Guðmundsson 1959:
129-137.
184