Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 183
Jón Torfi Jónasson
Hér á að reyna að draga úr því að fólk í ólíkum starfsgreinum mótist í mjög ólíku
umhverfi og þar með að hamla gegn því að togstreita og tortryggni ráði miklu um
samskipti starfsstétta. Undir lokin hnykkir skýrsluhöfundur á því að ekkert dugi annað
en einn sameiginlegur skóli:
Hinn sameiginlegi skóli missir marks, ef hann í stað þess að vera einn skóli er
einungis samsafn aðskildra og ólíkra skóla undir einu þaki.
Um þær hugmyndir sem þarna komu fram virðist hafa verið þokkaleg sátt enda hafa
þær ráðið miklu um uppbyggingu framhaldsskólans í tæpa tvo áratugi, en það var ekki
fyrr en 1988 að þær voru staðfestar í öllum meginatriðum með lögunum um fram-
haldsskóla. Ekki voru þó allir á einu máli í þessu efni frekar en öðrum.
í áliti nefndar um „Þróun verkmenntunar á framhaldsskólastigi“30 frá árinu 1975 var
gerður fyrirvari um fyrirsjáanlega þróun framhaldsskólans. Að vísu var sagt að áætlun
nefndar um verk- og tæknimenntun frá 1971 um samræmdan framhaldsskóla ,,féll[i] vel
að hugmyndum [þessarar nefndar, frá 1975] um æskilega stefnu í málefnum framhalds-
skólans [,..]“31 Lögð var áhersla á sveigjanleika: „Auðvelda þarf valfrelsi og skipti
milli námsbrauta með því að staðla námsefnið [...] “32 og dreifingu námsins um landið
því ,,[s]tefna ber að því að verknám geti farið fram sem víðast á landinu [...]“33
Fjölbrautakerfið átti einmitt að vera vel til þess fallið að ná fram þessum markmiðum.
Nefndin var samt efins um ágæti þess og var megin áhyggjuefnið „að verkmenntakerfið
verði notað til þess að taka við þeim sem minnsta námsgetuna hafa“34 þrátt fyrir að
sameinuðum framhaldsskóla hafi einmitt verið ætlað að vinna gegn þessum vanda. I
tillögunum var mikil áhersla lögð á „kjarnaskóla [...] sem yrðu notaðir sem þróunar-
skólar hlutaðeigandi námsbrauta við hlið annarra sérskóla".35 í greinargerð með drögum
að lagafrumvarpi sem nefndin lagði fram sagði: „Stofnun kjarnaskólanna er eitt
veigamesta atriði þessara laga og miðar að því að veita verkmenntun þann sess sem
henni ber í fræðslukerfinu [...]“36 Þarna var lagt til að halda verkmenntuninni að
einhverju leyti sér, en þó kirfilega innan framhaldsskólakerfisins, vegna þess að sumum
þeirra sem málin þekktu fannst verkmenntunin hefði orðið undir í baráttunni við
almenna námið.
En samræming og dreifing menntunar um landið réði meiru þegar sett voru lög um
sameinaðan framhaldsskóla. Með þeim eru allar meginhugmyndir Jóns Sigurðssonar
byggðar inn í skólakerfið og nú er framhaldsskólinn settur í stöðu sem um margt
minnir á þá stöðu sem gagnfræðastigið var í eftir lagasetninguna 1946. Það sambland
almennra og sérhæfðra markmiða sem áður var að finna í markmiðum gagnfræðaskóla
er nú nánast eins í markmiðsgrein framhaldsskólans. Að vísu er munur á, því að enn á
30 Menntamálaráðuneytið 1975.
31 Sama rit, bls. 5-6.
32 Sama rit, bls. 19.
3 3 Sama rit, bls. 20.
34 Sama rit, bls. 27.
35 Sama rit, bls. 25.
36 Sama rit, bls. 25.
181