Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 231
Ólafur Proppé
og kennara. Og mat á skólastarfi tekur til spurninga eins og hvað gerðist og hvað hefði
átt að gerast?
\ faglegu samhengi verður að Iíta á skólastarf (t.d. hverja kennslulotu eða
kennslustund) sem meðvitaða og vel undirbúna tilraun sem nauðsynlegt er að meta til
að vita hver árangurinn hefur orðið og hvernig eigi að undirbúa áframhaldandi starf.
Þetta hringferli, sem betur væri líkt við gorm eða spíral, er forsenda þess að menn læri
af reynslunni. Þess vegna er svo mikilvægt að sami aðilinn sé gerður ábyrgur fyrir
ferlinu í heild, hvort sem um er að ræða t.d. einn kennara eða kennarasamfélag eins
skóla.
Skipulag og framkvæmd skólastarfs verður stöðugt flóknara: skólakerfið verður
sífellt umfangsmeira, samfelldara, á að þjóna breiðari hópi nemenda lengur en áður og
skólunum er ætlað að tengjast félagslegri og efnahagslegri þróun samfélagsins (t.d.
atvinnuvegunum) í auknum mæli. Svo er nú komið að engri stofnun, hvað þá heldur
einstaklingi, er mögulegt að hafa yfirsýn yfir eða bera ábyrgð á öllum þáttum
skólastarfsins. Þess vegna verður að skipta verkum og samhæfa ábyrgð við undir-
búning, framkvæmd og mat á því. Þetta þarf að gera með þeim hætti að gæði
skólastarfsins aukist: að saman fari fruntkvæði og fagleg ábyrgð og að allir þeir sem
eitthvað eiga undir skólanum fái upplýsingar og geti verið virkir þátttakendur í því
(undirbúningi, framkvæmd og/eða mati) með einum eða öðrum hætti. Unnt er að
skipta verkum og samhæfa ábyrgð með ýmsu móti í svo flóknu og stóru kerfi sem
íslenska menntakerfið er. Það skiptir þó sköpum, að mínu áliti, hvernig það er gert.
Með ákveðinni skiptingu er mögulegt að ýta undir fagleg vinnubrögð og faglega
ábyrgð sem mun væntanlega auka tengsl milli menntunar og skólastarfs. Með annarri
skiptingu má í raun koma í veg fyrir fagleg vinnubrögð og faglega ábyrgð á skólastarfi.
Taflan hér á eftir (sjá næstu bls.) sýnir á lárétta ásnum umrædda þrjá þætti í
faglegum vinnubrögðum: undirbúning, framkvæmd og mat. A lóðrétta ásnum er
grunnskólastarfi í landinu skipt með mikilli einföldun í þrjú þrep: skólastarf í
grunnskólum á landinu öllu, skólastarf í einstökum skólum og skólastarf í einstökum
bekkjardeildum. Mun ég nota þessa uppsetningu til að gera grein fyrir tveimur leiðum
við að skipta verkum og ábyrgð í grunnskólum landsins. Önnur leiðin ýtir undir fagleg
vinnubrögð og faglega ábyrgð. Hin dregur úr og getur komið í veg fyrir slík
vinnubrögð.
„Lóðrétta leiðinTilminnkandifaglegra vimmbragða og faglegrar ábyrgðar. Sú leið
sem hér er nefnd „lóðrétta leiðin“ höfðar til þess að sami aðilinn (sömu aðilarnir) liafi
vald yfir og beri ábyrgð á tiiteknum þáttum lóðrétt í töflunni, þ.e. allt frá því sem
gildir um og tekur til allra grunnskóla í landinu og til einstakra bekkjardeilda og
nemenda. Sama gildir hér um undirbúning, framkvæmd og mat á skólastarfi. Það er t.d.
jafn hættulegt, og kemur í veg fyrir fagleg vinnubrögð í skólastarfi, að menntamála-
ráðuneytið ákveði hvað á að kenna einstökum nemendum í grunnskólum eins og að
ráðuneytið ákveði hvernig eigi að kenna þeim. Samræmd og miðstýrð próf sem ætlað
er að meta t.d. þekkingu allra nemenda á tilteknum aldri í grunnskólum landsins eru af
sama toga og raunar mjög gott dæmi um „lóðréttu leiðina“. Slík próf draga úr
faglegum vinnubrögðum og faglegri ábyrgð í skólum landsins. „Lóðrétta leiðin“ er
ekki líkleg, og sennilega ófær, til að auka gæði uppeldis og menntunar með þjóðinni.
229