Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 37
Ásgeir Beinteinsson
fá upplýsingar um stöðu í færniþáttum hvenær sem er.“ Skólastjórinn leit á mig stoltur
um leið og hann lauk máli sínu.
„Hvað er þessi grein mörg skref og eru engin tengsl milli enskunámsins og annarrar
vinnu í skólanum,“ spurði ég svolítið kvíðafullur.
„Jú, það er reynt að stuðla að því að hópar tvinni saman þekkingu sína á sem
flestum sviðum í hópvinnutímunum á morgnana. Enskan er 60 skref fyrir flesta en
sumir taka meira til að flýta fyrir sér í framhaldsnámi. Einnig eru mismunandi leiðir
mögulegar. Þannig taka sumir meira talmál, en aðrir meira tæknimál, allt fer það eftir
áhuga hvers og eins.“
Kristján vék frekari skýringum að kennslukonu, með tjásulegt sítt hár, sem stóð
upp frá verki sínu og gekk kæruleysislega í átt til okkar Skós. Við skiptumst á
kurteisiskveðjum. Eg varð fyrri til að spyrja: „Hvað ertu með marga nemendur?"
Svarið kom með letilegum hæverskum talanda þess sem veit í raun og veru allt:
„Hér eru sjö mismunandi hópar sem hver um sig kemur fjórum sinnum og er um 40
mínútur í senn og í hverjum hópi eru frá tuttugu upp í tuttugu og átta nemendur. Allir
sem eru í sjálfsnámi fylgja sinni eigin áætlun en í samræðunámi fylgjast nemendur
nokkuð að og í sköpunarþættinum eru sjálfstæð skref í samvinnu við mig. Reiknaðu
svo út hvað nemendur mínir eru rnargir," sagði hún og brosti.
Ég sem hef ævinlega haft minnimáttarkennd gagnvart þeim sem vita meira en ég,
hvað þá ef þeir kunna að reikna - ja, ég fór hjá mér. „Já, þetta er talsverður fjöldi," - lét
í það skína að ég væri búinn að reikna dæmið og þyrfti ekki að gefa svarið upp en
spurði svo: „Hvað er þjálfað í sjálfsnámi?“
„Það er nánast hvaðeina sem hægt er að læra utanað eða með reynslu og þjálfun, svo
sem málfræðileg þekkingaratriði, ritun á lesnum texta á tölvuna og umritanir af ensku
yfir á íslensku og öfugt. Samræðuþjálfun fer fram með aðstoð bókar sem býður upp á
margskonar samskipti hins talaða máls, bæði hópverkefni og einstaklingsverkefni, þar
sem allar samræður fara fram á enskri tungu. Sköpunarþátturinn er sjálfstæð
ritgerðarvinna, rannsóknarvinna og tjáning, þá í tengslum við bókmenntatexta eða
leikritun.“ Skólastjórinn, sem hafði verið að aðstoða nemendur við miðborðið, kom nú
til okkar og spurði hvort við ættum ekki að halda áfram hringferð okkar.
í stofunni við endann á ganginum var stærðfræðin. Ég sá að Skó skildi ekkert og ég
reyndi ekki að útskýra neitt fyrir honum. Það mundi koma síðar, smátt og smátt.
Stærðfræðingurinn gekk til okkar og kinkaði kolli. Hann sagðist heita Guðmundur
Olafsson og var hnarreistur og rúskinn með sig eins og góðir stærðfræðingar eru
gjarnan því að í þeirra heimi er allt á hreinu og ef það er það ekki þá er hægt að reikna
það hreint. Hann var meira en fús til að kynna starfsemina sem var mér ótrúlega
framandi.
í stofunni voru skjáir og lyklaborð eins og L í laginu og hver um sig tók lítið rými
enda virtust þeir vera óteljandi og reyndi ég ekki að telja þá. Guðmundur lýsti starfinu
svo:
„í stærðfræðinni er stærri hluti námsins sjálfsnám heldur en í tungumálanámi eða
íslensku. Námið byggist á nánu samspili bókar og tölvu. Þannig vinna nemendur eina
skrefbók í senn sem lýkur með skrásetningu á niðurstöðum bókarvinnunnar á tölvuna.
Nemandinn fær þá strax viðbrögð. Hafi hann reiknað rétt lieldur hann áfram með næsta
skref, ef ekki þá leitar hann aðstoðar stærðfræðikennarans, félaga sinna á staðnum eða
35