Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 151
Ingólfur Á. Jóhannesson
frumeðli né eiga sér uppruna í algengasta skilningi þess orðs, heldur fá hugmyndir
merkingu sína sem þrástef í Ijósi aðstæðna, hugmyndalegra og efnislegra, í sam-
félaginu á hverjum tíma.9 Þekkingarfræðilegar „rætur“ hugmynda um kennsluaðferðir
skipta t.d. oftast litlu máli um hvaða hugmyndir geta þrifist saman, heldur ráða þar
hefðir og pólitískt vald. A sama hátt eru hugmyndir um nútímavæðingu aðeins
gjaldgengar þar sem vestur-evrópskra áhrifa gætir.
Sé þessari söguskoðun beitt eru mynstrin í sögunni vissulega lögmál en ekki byggð
á tilviljunum einum. En vegna þess að lögmálin eru til orðin í átökum líðandi stundar
eru þau söguleg löggildingarlögmál10 en ekki algildur sannleikur um hvernig túlka á
aðra atburði eða umræður. Með nokkurri einföldun má segja að hvert og eitl sögulegt
löggildingarlögmál byggist upp á kerfi þrástefja, þ.e. hugmynda sem hafa öðlast gengi
sem kapítal á hinum tiltekna vettvangi. Og lögmál eru þau vegna þess að þrátt fyrir að
það verði oft breytingar á þvf hvaða hugmyndir hafa mest gengi, er stöðugleiki ekki
síður algengur.
I rannsóknum mínum á vettvangi íslenskra menntaumbóta kannaði ég hvernig
þrástef, sem oft eru af ólíkum toga, hafa fléttast saman. Hugmyndum eða þrástefjum er
líkt við þræði og þeir raktir svo langt sem auðvelt er að rekja þá á hliðstæðan máta og
gert er í niðjatölum, enda er aðferðin kölluð „genealogy" á ensku. Eg rakti hvaðan
„genin“, sem kennsluhættir íslenskra skóla standa saman af, komu inn í íslenskt
skólasamhengi. Þannig rakti ég þráð eins og skrifleg próf til þess tíma er þau voru
kynnt á Islandi snemma á þessari öld11 og þráð á borð við tengsl kirkju, læsis og skóla
til upphafs lútersku.12
Slík niðjatalssagnfræði við rannsóknir á pólitískri hugmyndasögu er í nokkru
frábrugðin viðteknum aðferðum þar sem leitað er að orsakasamhengi eða atburðir raktir
í tímaröð. Sjónarhornið er annað en viðfangsefnið getur verið hið sama. Algengar
spumingar niðjatalssagnfræðingsins byrja á „Hvernig" í stað „Hvers vegna“.13 Hann
hefur áhuga á löggildingarferlinu, rekur þræði á milli hugmynda og sýnir hvernig þær
tengjast í sögulegum löggildingarlögmálum sem þrástef. Þetta sýna dæmin hér á eftir
af vettvangi menntaumbóta á fslandi.14
Drögum nú saman í örstuttu máli hvernig hugtökin, sem rætt hefur verið um,
tengjast. Hugmyndir öðlast merkingu sem þrástef í átökum á líðandi stund. Þrástefin
raðast saman í söguleg löggildingarlögmál sem hafa áhrif á það hvaða hugmyndir verða
9 Foucault 1971.
Söguleg löggildingarlögmál er hér notað um hugtakið „historically and socially
constructed legitimating principles", sjá IÁJ 1991, 2. kafla, einkum bls. 22.
* * * IÁJ 1991:63-66; sjá einnig Ólaf J. Proppé I983a.
12 IÁJ 1991:54-57; sjá einnig Luke 1989.
13 Foucault 1971:26-27; sjá einnig ÍÁJ 1991:19.
' ^ Með því að greina stefnur og strauma á vettvangi íslenskra menntaumbóta á þennan
hátt, er hægt að forðast tilhneiginguna til þess að stilla upp hópum af fólki, t.d.
kennurum og umbótafólki eða körlum og konum, eða hugmyndum, t.d. nútímalegum
umbótahugmyndum og íhaldssömum hefðum eða umbótum og stöðnun, sem
ósættanlegum andstæðum. Slíkar andstæður eru nefnilega yfirleitt bundnar stað og
stund.
149