Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 105
Guðný Guðbjörnsdóttir
Þó að stundum virðist skammt á milli þessarra sjónarmiða og þeirra að æskilegt sé
að halda konum á hefðbundnum bás, þá eru sjónarmið Martin og Grumet tvímælalaust
í anda kvenfrelsis: Þær leggja áherslu á að reynsla kvenna sé gerð sýnileg, að
umönnunarsjónarmiðin nái til beggja kynja, að konur séu skilgreindar sem
einstaklingar, að athafnasvið beggja kynja sé víkkað. Þær virðast vera að rökstyðja að
umönnunin sé grundvöllur uppeldis og manneskjulegra samskipta, en hún sé einnig
mikið álag sem verði að gera sýnilegt og meta til ábyrgðar, virðingar og launa.
Markmið skólastarfs eru ákveðin pólitískt og birtast í skólalöggjöfinni og í
námskrám. Allt frá árinu 1975, þegar fyrstu lög um jafnrétti kvenna og karla voru sett,
hefur verið ólöglegt að mismuna kynjunum í menntakerfinu. Ég hef áður gagnrýnl að
ákvæði grunnskólalaganna (1974) og jafnréttislaganna (1985) væru óskýr að þessu leyti
og löggjafinn þurfí að setja skýrari markmið þannig að öllum sé ljóst að hverju er
stefnt. Ég hef einnig bent á mikilvægi þess að um þau markmið ríki sátt.25
í skýrslu starfshóps um jafna stöðu kynja í skólum eru sett fram ítarleg markmið að
þessu leyti og eru þau síðan útfærð fyrir öll skólastig. Markmiðin eru svohljóðandi:
Meginmarkmið
í skólastarfi skal leitast við að efla sjálfstæði og sjálfsvirðingu bæði stúlkna og
drengja og búa þau jafnt undir virka þátttöku í fjölskyldulífi, atvinnulífi og mótun
samfélagsins alls.
Undirmarkmið
Þess vegna verður að leggja jöfnum höndum áherslu á eftirfarandi þrjú markmið:
1. Að allir einstaklingar, óháð kyni, njóti alhliða menntunar og fái hvatningu
til náms í samræmi við áhuga þeirra og þroska.
2. Að tekið verði mið af kynjamun og ólíkri stöðu kynja í öllu skólastarfi.
3. Að konur, reynsla þeirra og kvennamenning verði gerð sýnilegri en áður.26
Hér hefur tekist mjög vel til að mínu mati að þræða einstigið sem lýst er eftir hér að
framan: hvernig taka má mið af kynferði án þess að festast í hefðbundnum
kynhlutverkum. Framkvæmdanefnd um jafna stöðu kynja í skólum, sem starfar á
vegum menntamálaráðuneytisins, vinnur nú að þvf að kynna þessa stefnumörkun á
öllum skólastigum. Þessi markmið eru nú að nokkru komin inn í grunnskólalögin, en
þar segir að í öllu starfi skólans skuli leggja áherslu á „að búa bæði kynin jafnt undir
virka þátttöku í samfélaginu, fjölskyldulífi og atvinnulífi“.27
Varðandi framhaldsskólana þarf markmiðsgrein laganna að skýrast að því leyti að
taka þarf fram hvort skólinn eigi að undirbúa bæði kynin fyrir sömu hlutverkin, og þá
liver. í áðurnefndri skýrslu um jafna stöðu kynja í skólastarfi er lögð áhersla á að
undirbúningur undir fjölskyldulíf sé verksvið frainhaldsskólans, ekki síður en
undirbúningur undir atvinnulífið og mótun samfélagsins alls. Ekki er skýrt ákvæði um
slíkt í markmiðsgrein framhaldsskólalaganna. Þar segir að hlutverk framhaldsskóla sé
að búa nemendur undir líf og starf i lýðræðisþjóðfélagi og veita þeim almenna menntun
Sjá t.d. Guðnýju Guðbjörnsdóttur 1990:36-35 og 1988 og Martin 1985.
26 Jöfn staða kynja í skólmn 1990:15-17.
27 Lög um grunnskóla 1991, 48. grein.
103