Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 112
Guðný Guðbjörnsdóttir
Eftirfarandi bækur voru athugaðar:
1. Uppruni nútímans, eftir þá Braga Guðmundsson og Gunnar Karlsson,
kennslubók í íslandssögu frá 1830.
2. Mannkynssaga fram til 1850, norsk bók sem Sveen og Aasted ritstýrðu en
Helgi Skúli Kjartansson og Sigurður Ragnarsson þýddu.
3. Mannkynssaga eftir 1850, norsk bók eftir þá Sveen og Aasted; þýðandi er
Sigurður Ragnarsson.
Aðferðafræðilega studdist ég við greiningarlykil sem ég útbjó eftir ýmsum fyrir-
myndum og kenningum, m.a. stigunum sex hér að framan.51 Greiningin náði auk
þeirra yfir myndir, málfar, hlutverk kynjanna í vinnu eða leik og hve mikið rými
umfjöllun um konur fær miðað við karla. Til að auka áreiðanleika athugunarinnar og
til að sjónarmið viðkomandi fræðigreinar væru virt, fékk ég sagnfræðing52 til að greina
bækurnar með sama lykli. Greiningin var mjög samhljóma, bæði varðandi stig
Schuster og Van Dyne og önnur atriði sem tekin eru til umfjöllunar.
Hér mun ég leggja megináherslu á umfjöllun um íslensku bókina Uppruna nútímans
og draga saman heildarniðurstöður varðandi allar bækurnar þrjár. Nánari umfjöllun um
allar bækumar er að fínna í áðurnefndri grein minni frá 1991.
í bókinni Uppruni nútímans, sem fjallar um íslandssögu eftir 1830, eru konur
nefndar í 14 köflum af 41 og einn sérstakur kafli er um konur og baráttu þeirra fyrir
mannréttindum. Af 252 myndum (kortum og uppdráttum er sleppt) eru konur 26
sinnum aðalatriði myndanna en karlar 78 sinnum. I atriðisorðaskrá eru 27 konur í
samanburði við 222 karla. Umfjöllun bókarinnar er ýmist á I., 2. eða 3. stigi skv.
kerfi Schuster og Van Dyne: Umræða bókarinnar um sjálfstæðisbaráttuna og um
stofnun stjórnmálaflokkanna (bls. 101-176 og bls. 221-231) flokkast á 1. stig, þ.e.
konur eru ósýnilegar. Umræðan um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, fyrstu konuna sem flutti
opinberan fyrirlestur á íslandi (bls. 157), má flokka á 2. stig eða sem leitina að týndu
konunum sem standa sig á mælikvarða karla. Að langmestu leyti er umfjöllun þessarar
bókar á 3. stigi. Fjallað er um konur sem undirokaðan hóp í karlasamfélaginu, sbr. til
dæmis umfjöllunina um vinnukonur (bls. 92-96) og um konur og menntun (bls. 28-
31). Tilvitnunin í bók Ólínu Jónsdóttur (bls. 47-50), þar sem hún lýsir lífinu hjá
íslensku sveitafólki, kemst einna næst því að flokkast á 4. stig, en lýsing hennar í
tilvitnuninni er að mjög litlu leyti um konur.
Samantekið koma allar ofannefndar bækur mjög svipað út. Umræðan í bókunum er
almennt á 1.-3. stigi: Konur eru ýmist ósýnilegar, einstakar hetjur eða undirokaður
hópur sem lýst er frá sjónarhóli karla. Konum er ekki lýst af þeim sjálfum, eða frá
þeirra sjónarhóli (4. stig); engin gagnrýni kemur fram á það að setja sjónarmið karla
fram sem hið eina sanna (5. stig) og ekki örlar á því að rætt sé á réttlátan hátt um bæði
kynin frá sjónarhóli beggja, hvorki með einni víðtækri orðræðu eða mörgum
mismunandi. Af öðrum niðurstöðum má nefna að hlutföll kven- og karlnafna í nafna-
og atriðaskrám voru 1:8,2, 1:5,3 og 1:7,6 í þeirri röð sem bækurnar eru nefndar hér að
Sjá Wright 1984 og Schmitz 1984 varðandi greiningu á bókum í erlendum
tungumálum.
Kristínu Ástgeirsdóttur, sem er þakkað fyrir greiningu hennar á umræddum bókum.