Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 249
Ragnhildur Bjarnadóttir
gagnrýnd fyrir efnishyggju, almenna siðspillingu og ruglað gildismat. Þetta hafi áhrif á
persónumótun þegnanna, marki spor í mannleg samskipti og í huglæg ferli eins og
þróun persónulegs öryggis, langana og þarfa. Þörfin fyrir að fullnægja þörfum sínum
„hér og nú“ er talin einkenna nútímafólk, það er ekki þorandi að bíða með slíkt til
morguns, enginn veit hvað þá bíður manns. Svartsýnis- og vonleysistónn setur yfir-
leitt mark sitt á þessar kenningar.12
Þjóðverjinn Thomas Ziehe hefur með bókum sínum haft mikil áhrif á
uppeldismálaumræðu á Norðurlöndum, einkum bók sem á dönsku kallast Ny ungdom
og usœdvanlige lœreprocesserd3 Ziehe tilheyrir hópi Þjóðverja sem mörkuðu nýja
samfélagsgagnrýna stefnu í uppeldisfræði á árunum um og eftir 1970 á grunni
hugmyndafræði þar sem Habermas var m.a. í broddi fylkingar (Frankfurter-skólinn).
Ziehe fjallar í skrifum sínum um sjálfhverf einkenni unglinga, samfélagslegar og
uppeldislegar orsakir þeirra, einnig um sérstaka unglingamenningu.
Ziehe og samstarfsmenn hans halda því fram að aukin sjálfhverfa sé áberandi meðal
barna og unglinga í vestrænum samfélögum og að ástæðu þess sé aðallega að leita í
annars konar félagsmótun í nútímasamfélagi en á fyrri tímum; börnin þurfi að laga sig
að allt annars konar samfélagi en foreldrar þeirra og þess vegna verði persónugerð þeirra
öðru vísi en hinna sem nú eru á miðjum aldri. Skýringa á því hvers vegna sjálfhverfa
er algengari en áður leitar Ziehe í samfélagsþróun sfðustu áratuga. Samkvæmt þeirri
hugmyndafræði, sem hann tekur mið af, er samfélagsþróunin m.a. talin einkennast af
aukinni pólitískri miðstýringu, tæknivæðingu og sérfræðingaveldi. Almenningi er gert
ókleift að fylgjast með þróun mála, hvað þá að hann geti verið virkur í mótun sam-
félagsins. Sú kynslóð foreldra, sem á þessum árurn er að ala upp börn sín, er almennt
óörugg um stöðu sína og hlutverk í samfélaginu. Þarna er margt talið koma til, m.a.
valdaleysi hins almenna borgara, hætta á atvinnuleysi, og hraði í atvinnuþróun sem
gerir miklar kröfur um sveigjanleika og aðlögunarhæfni og grefur þannig undan
atvinnuöryggi fólks. Fólk getur heldur ekki treyst stjórnvöldum, fyrirheit hafa of oft
verið svikin.14
Ziehe heldur því fram að hraðar breytingar og ótryggt ástand í samfélaginu verði til
þess að leitin að öryggi færist í auknum mæli inn í kjarnafjölskylduna. Aður fyrr leit
fólk svo á að börnin væru nokkurs konar framtíðartrygging. Fólk átti vísa afkomu og
tilvist í afkomendum sínum en nú hefur það þörf fyrir að eiga börn af annars konar
sálrænum hvötum. Áhrif barna á fjárhag fjölskyldunnar má nú einkum merkja f
auknum útgjöldum og lægri tekjum, vegna minni útivinnu, og ekkert er tryggt um
tilvist afkomendanna í framtíðinni. Samt sem áður viljum við eignast börn þar sem
þau veita okkur tilfinningalegt öryggi, öryggi sem snertir tilvist okkar „hér og nú“,
ekki í framtíðinni. Börnin eru í mörgum tilvikum allt frá fæðingu einkum í því
hlutverki að vera foreldrunum tilfinnningaleg kjölfesta í veröld þar sem ekkert er
tryggt, hvorki starf, þjóðfélagsstaða né hjónaband.
12 Sjá einkum Lasch 1980.
I 3 Ziehe og Stubbenrauch 1983; hér er einkum vitnað til þess hluta sem Ziehe skrifar.
14 Sama rit, bls. 24-34; Illeris o.fl. 1982:95-99.
*5 ziehe og Stubbenrauch 1983:40^17.
247