Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 242
*•
Pétur Bjarnason
almennt haldið áfram að reka, án aðstoðar ríkisins, þrátt fyrir mikinn kostnað, yfirleitt
samfelldan skóladag og einsetinn skóla, nánari tengsl við náttúruna og störf í umhverfi
sínu, að ógleymdum nánari tengslum heimila og skólans.
Já, litlir skólar geta rœkt hlutverk sitt
í heiti þessarar ritsmíðar er varpað fram þeirri spurningu hvort fámennisskólarnir geti
rækt hlutverk sitt. Niðurstaða mín, eftir að hafa leitast við að svara þessari spurningu,
er tvímælalaust að svara því játandi.
Litlu sveitaskólarnir, sem um svo langan aldur hafa rækt hlutverk sitt, geta
vissulega gert það áfram séu þeim búin þau skilyrði sem þarf. Til þess þarf m.a.
eftirfarandi að vera fyrir hendi:
- Vel menntaðir kennarar sem eigi kost á endurmenntun sem hæfir litlum
skólum, auk almennra námskeiða. Þar þarf að koma til stuðningur Fræðslu-
skrifstofu og tengsl hennar við kennarastofnanir í landinu, auk kennaranáms
með fjarkennslusniði fyrir fólk sem býr í dreifbýlinu og vill starfa þar.
- Vilji og fjárhagsleg geta þeirra sem reka skólana til að búa þá sem best að
húsakosti og tækjum, ásamt vilja þeirra lil samvinnu, einnig við önnur
skólahverfi ef þörf krefur.
- Samvinna og sameiginlegt þróunarstarf, bæði milli litlu skólanna sérstaklega
og einnig við næstu þéttbýlisskóla.
- Skólanámskrárgerð þar sem kennarar móti og skýri markmið skólastarfsins
hvað snertir skipulag, kennsluhætti, námsmat, samstarf utan og innan skóla,
ásamt öðrum þáttum sem í skólanámskrárgerð felast.
- Að foreldrar axli ábyrgð sína á skólastarfinu með virkum stuðningi og
þátttöku í vinnu barnanna. Þetta er að sjálfsögðu öllum skólum mikilvægt
en litlu skólunum öðrum fremur, einkum með tilliti til þess að foreldrar í
litlu skólahverfunum hafa oft sjálfir tekið ákvörðun um að hafa skólann þarna
í stað þess að velja annan kost. Þeim ber því að leggja sitt af mörkum til
eflingar skólastarfinu.
- Og síðast en ekki síst, viðurkenning fræðsluyfirvalda á því að kennsla í
litlum skólum sé ekki neyðarúrræði sem eingöngu henti útkjálkum og '
afdalasveitum, heldur markvisst uppeldisstarf með faglegan metnað að
leiðarljósi og hæfni til að skila hlutverki sínu, íslensku samfélagi til heilla.
Heimildir
Aðalnámskrá grunnskóla. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið, 1989.
Fámennir skólar 1988-1989. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið, 1989.
Gunnar M. Magnúss. 1939. Saga alþýðujrœðslunnar á Islandi. Reykjavík, Samband
íslenzkra barnakennara.
Helgi Elíasson. 1946. Skólamál á íslandi 1874-1944. Almanak Hins íslenzka
þjóðvinafélags 72:71-113.
240