Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 178
Jón Toifi Jónasson
fékk töluverðan hljómgrunn um og upp úr aldamótunum og áhugi á almennri menntun
jókst smám saman. A þriðja áratugnum komst svo skriður á uppbyggingu
unglingastigsins og undir það var tekið með lögum á árunum 1928-1930. Sett voru lög
um gagnfræðaskóla, héraðsskóla og menntaskóla.11 Með lögunum um héraðsskóla og
gagnfræðaskóla var almennt hlutverk unglingafræðslunnar staðfest. Þegar hér er komið
sögu er á unglingastiginu bæði öflugt starfsmenntunarkerfi, sem er orðið nokkuð fast í
sessi, og nýtt og að sumu leyti ferskt almennt fræðslukerfi. Svo virðist sem tengsl á
milli þessara kerfa hafi ekki verið ýkja mikil, en almenna unglingastigið varð smám
saman að eiginlegu millistigi á'milli barnafræðslunnar og sérskólanna eða mennta-
skólanna.
Hugmynd Jóns Sigurðssonar um að flétta saman af alvöru almennt nám og
undirbúning undir starf virðist ekki hafa átt hljómgrunn fyrir og um 1930. Svipuð
hugmynd er að vísu skýr í huga Jóns Ofeigssonar sem beitti sér fyrir stofnun Samskóla
Reykjavíkur á árunum 1926-1930. Jón tók sér til fyrirmyndar dæmi úr þýska
skólakerfinu, eins og nafni hans fyrr, og lagði til að þrír sérskólar í Reykjavík,
Iðnskólinn, Vélstjóraskólinn og Verzlunarskólinn, yrðu sameinaðir og bætt við
almennri deild, gagnfræðadeild, sem stofna þyrfti sérstaklega.12 Á vegum þeirrar deildar
yrði almennt bóknám sérskólanna sem áfram héldu sjálfstæði sínu að vissu marki. Jón
leggur til að þessum fjórum skólum verði reist sameiginlegt skólahús og svo annað
fyrir vélar og vinnustofur. Hann telur þetta framkvæmanlegt ef allir sameinist um þetta
og segir þessa samsteypu munu spara mikið fé. Höfuðkostinn álítur hann þó vera að
með samvinnu svo margbreyttra skóla yrði auðvelt að hafa framhaldssnám við hæfi
allra, hvort sem nemandinn fer í langt nám eða stutt. Þótt þessi skóli ætti ekki að
koma í stað menntaskóla þá var að öðru leyti verið að leggja drög að fjölbrautakerfi
svipuðu því sem útfært var rúmum fjörutíu árum síðar.
Það var athyglisvert í tillögum Jóns Ófeigssonar að hann taldi að með slíku
samkomulagi um sérhæfingu væru best tryggð heilindi í starfi hvers skóla eða hverrar
brautar. Einnig varð að sjá til þess að vandað væri til almenna bóknámsins; það mátti
ekki verða hornreka í starfsnámsskóla. En það gat verið sameiginlegt mörgum
starfsgreinum og þess vegna skynsamlegast að það væri í umsjón sameiginlegrar
bóknámsdeildar sem hefði þann metnað einan að standa vel að kennslunni í almenna
bóknáminu. En þessi flétta gekk ekki upp. Samskóli Jóns Ófeigssonar varð ekki að
veruleika.
Tilraun til þess að flétta saman bóknám og starfsnám í almenna skólakerfinu var
síðan gerð með fræðslulögunum 1946. Þar var skólakerfinu skipt í fjögur stig: Barna-
fræðslustig, gagnfræðastig, menntaskóla- og sérskólastig og háskólastig13 og síðan
Lög um bráðabirgða-ungmennafrœðslu í Reykjavík (1928) en það ár hetja tveir gagn-
fræðaskólar störf í Reykjavík; Lög um héraðsskóla (1929), einkum fyrir sveitaskóla;
Lög um gagnfrxðaskóla (1930), einkum um kaupstaðaskóla; Lög um Menntaskólann á
Akureyri (1930).
Jón Ófeigsson 1926. Jón beitti sér töluvert í málinu. Hann hélt erindi og skrifaði
greinar um efnið og samdi m.a. frumvarpið um Samskóla Reykjavíkur sem rætt var á
þingi næstu árin.
' 3 Lög um skólakerfi og frœðsluskyldu 1946, 2. gr.
176