Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 34
Asgeir Beinteinsson
Ég rétti henni gögnin um leið og hún hafði lokið samtalinu við gangavörðinn. Hún
sendi gögnin um leið á túlkunarstöðina í myndsendinum og kveikti á skjánum. „Góðan
dag,“ sagði lagleg austurlensk kona, „ég bið ykkur öll þrjú að setja á ykkur
heyrnartækin. Setjið drenginn á rás A og tengið ykkur við rás B. Þannig heyrið þið
aðeins íslenskuna mína en drengurinn móðurmál sitt.“
Þegar þessum tæknilegu atriðum var lokið og við komnir í inniskóna var hægt að
hefjast handa.
„Jæja, þá getum við byrjað,“ sagði Guðný, en ég greip fram í fyrir henni og bað um
leyfi til að fá að ræða ögn við strákinn og ég sagði honum frá máltækinu. Honum þótti
það greinlega ekkert miður. Hann sagði mér að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af
sér. Ég blikkaði til hans.
„Hm, hm,“ fræðingurinn var óþolinmóður.
„Það sem ég þarf að gera núna er að meta persónuleika drengsins. Til þess þarf ég að
fara í gegnum langan spurningalista og svörin set ég beint inn í reiknilíkan.
Tilgangurinn með þessu er að tryggja að drengurinn komist í réttan hóp. Við reynum
að blanda hópana þannig að sérkenni hvers og eins fái að njóta sfn. Þannig fær hver
einstaklingur tiltekinn lit eftir að líkanið hefur reiknað hann út. Hver hópur hefur
tiltekna æskilega litasamsetningu og það auðveldar okkur að finna nýjum einstaklingi
stað. Þetta er ekki óskeikult kerfi en það hjálpar okkur mikið. Einnig reynum við að
meta hvers konar kennari er æskilegur sem umsjónarkennari fyrir hvern hóp. Það kemur
fyrir að við þurfum að skipta hópum upp ef samstarfið gengur illa; einnig þurfum við
stundum að skipta um kennara. Samstarfshóparnir eiga sér heimastofu á þriðju hæðinni
í suðurálmunni.
Hóparnir vinna saman frá kl 0800 til 0930. Þeir skipuleggja tímann sinn sjálfir en
1/3 hluti tímans fer í samræðuþjálfun undir stjórn kennara, 1/3 fer í verkefni sem
hópurinn ákveður að vinna að og 1/3 fer í samstarf og umræður um stöðu hvers og eins
í náminu. Venjulega helst þetta skipulag en það verður að segjast eins og er að kennarar
eru ekki allir jafn nákvæmir í því að halda skipulagið. Þetta eru samt nákvæmari
vinnubrögð en þú þekkir frá því í gamla daga,“ sagði hún og leit af stráknum og á mig
með yfirlætissvip á andlitinu.
Hún var ung og nákvæm og ætlaði sér að sjá til þess að farið yrði eftir settum
reglum. Hún hafði greinlega höndlað vissuna og viskuna.
„Aumingja konan,“ hugsaði ég, „hún á eftir að reka sig á. Ekkert kerfi er svo
fullkomið að það upphefji mannlegan breyskleika, kannski sem betur fer. Við
mennirnir verðum víst aldrei fullkomnari en lifandi þræðirnir og frumurnar sem bærast
í okkur.“
„Þú fyrirgefur," sagði ég, „en þetta virkar eitthvað svo kuldalega á mig. - Hvar er
manneskjan í kerfinu? Hvar er lífið? Og hvar er sálin í þessu öllu saman?” Það var
áreiðanlega hálfgert vonleysi í röddinni.
„Þetta kann að virka fremur kuldalega á þig en það er það alls ekki í raun. Við
nýtum tæknina eins mikið og kostur er til að skapa svigrúm fyrir inanninn,
tilfinningarnar, ástina og kærleikann. Vandi minn er einungis sá að ég vil nýta
hóptímana betur og með markvissari hætti; kennararnir eru ekki alveg sammála mér.
Ég held því fram að sköpunarþátturinn í öllum námsgreinum gefi mikið svigrúm fyrir
mannlega þáttinn og þroska tilfinninganna, þess vegna vil ég nýta hóptímana betur og
32