Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 216
Loftur Guttormsson
mánaða fræðslu á ári en ekki var kveðið berum orðum á um lágmarkslengd árlegs
kennslutíma í farskólum. Ljóst er þó (skv. I5.gr.) að löggjafinn hefur gengið út frá
því aö hann yrði að jafnaði ekki skemmri en tveir mánuðir á barn.
I lögunum voru námskröfur tilgreindar sem það lágmark er hvert barn, fullra 14 ára,
skyldi hafa lært í móðurmáli, skrift og réttritun, kristnum fræðum, reikningi,
landafræði og einföldum sönglögum (2.gr.). Þessar lágmarkskröfur giltu óháð því
hvort fræðsluformið var; skyldi gengið eftir því með árlegum, opinberum vorprófum
að þeim væri framfylgt (16. gr.). En umfram þetta lágmark var mælt fyrir um að fastir
skólar veittu börnum „fræðslu í landafræði, sögu íslands, náttúrufræði og öðrum
greinum, sem fyrirskipað kann að verða með reglugjörð skólanna" (3.gr.).32 Þessi
ákvæði voru síðan útfærð með „reglum um barnapróf* sem settar voru 1908.33
Barnaprófsreglurnar tóku jafnframt til greina eins og teiknunar, hannyrða og leikfimi
þar sem þær kynnu að verða kenndar (4,gr.).
Fræðslulögin frá 1907 héldust óbreytt til 1926 er ný löggjöf leysti þau af hólmi.
Undirbúningur að henni hófst 1920 með skipun nefndar á vegum stjórnarráðsins sem
prófessorarnir Guðmundur Finnbogason og Sigurður P. Sívertsen skipuðu. Skilaði
nefndin áliti 1921 sem innihélt m.a. frumvarp til fræðslu barna.34 Var það lagt fyrir
Alþingi 1922 og afgreitt með nokkrum breytingum sem lög fjórum árum síðar.35
Þessi lög breyttu ekki miklu frá fyrstu fræðslulögunum um þau atriði alþýðu-
fræðslunnar sem hér eru til umræðu. Akvæði fyrri laga um fræðsluskyldu voru ítrekuð
sem og ákvæði um lágmarkskröfur og opinber próf að vori; aldursmarkið var nú
aðeins fært niður svo að nú voru öll börn 8-14 ára skyldug að gangast undir vorpróf
(18.gr.).
Helstu breytingar sem fræðslulögin 1926 fólu í sér, miðað við hin fyrstu, stefndu
að því að draga úr mismun á barnafræðslu eftir því hvort um fasta skóla eða farskóla
væri að tefla. Þetta kemur fram í því að námskröfur í lesgreinum voru hertar36 og
ætlast var til þess að farskólar veittu börnum fræðslu að minnsta kosti 12 vikur á ári
nema í þeim hreppum þar sem farkennslu væri þrískipt yfir veturinn: þar var „heimilt
að Ieyfa 8 vikna kennslu á ári fyrir hvert barn ...“ (7.gr.).
1 þessu sambandi hafði það líklega fremur táknræna en raunverulega þýðingu að
lögin aðgreindu ekki lengur skólahéruð og fræðsluhéruð. Fræðsluumdæmin hétu nú
einu nafni skólahéruð og taldist hver kaupstaður og hver hreppur landsins upp frá
þessu siíkt skólahérað (4.gr.); hafði skólanefnd umsjón og eftirlit með öllum
fræðslumálum þess. Skólanefnd var áfram heimilt að sjá 10-14 ára börnum í
32 Guðmundur Finnbogason gekk út frá því í tillögum sínum (1903:147) að í farskólum
yrðu lesgreinarnar - saga, landafræði og náttúrufræði - hornreka, þær yrðu „teknar
með eftir föngum“.
33 Lög og fyrirskipanir um frœðslu harna og unglinga 1910:28-32.
34 Mentamálanefndarálit III 1921:3-8.
33 Guðmundur Finnbogason 1947:110-114; Lög um frœðslu harna nr. 40/1926.
3^ Menntamálanefndin hafði lagt til að teiknun og handavinna („almenn þjónustu-
brögð“) yrðu skyldunámsgreinar en tillagan hlaut ekki samþykki Alþingis, sjá
Mentamálanefndarálit III 1921:4, 14.
214