Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 277
Sigurður Júl. Grétarsson
ménntun, eða fela þeim sérstök störf. En lögverndun getur komið í veg fyrir möguleika
á því. Auk þess krefst starf kennara slíkrar blöndu af þekkingu, tækni og innsæi að
vafamál má telja að einhlít skilgreining á hefðbundnu kennarastarfi sé yfirleitt gagnleg.
í öllu falli tekur hún til svo margra þátta að hún jafngilti í raun skilgreiningu á
skólanum sjálfum.5 Þannig er Ijóst að endurskoðun á starfi kennara felur í sér nána
athugun á skólakerfinu.
Með hliðsjón af ofansögðu, og að því gefnu að sérhæfing kennara eigi eftir að verða
meiri og sérfræðingum í skólunum að fjölga án þess að þar hafi allir sömu menntun, þá
er Ijóst að starf kennara verður ekki skilgreint með því að vísa í formlega, almenna
menntun kennarans eða reynslu hans. Kennurum er þess vegna nauðsynlegt að þróa skýr
og hlutlæg viðmið um góða, velheppnaða kennslu og láta athuga rækilega hvar og
hvernig tekst best að vinna í samræmi við þau. Viðmiðin verða auðvitað ólík eftir þvf
hvað er kennt og hverjum er kennt en þau þurfa að koma við sögu í skilgreiningu á
kennarastarfi. Þessi viðmið verða að vera þeirrar gerðar að þau hafi skírskotun til þess
fjölda sem mótar skólastefnu auk kennara: foreldra, stjórnmála- og embæltismanna,
áhugamanna og fleiri. Ef kröfur til kennara eru ekki skilgreindar með hlutlægri tilvísun
í árangur af starfi þeirra verður ný skilgreining gagnslaus í baráttu fyrir bættum kjörum
og bættum skólum. Það er ekki hægt að meta eitthvað að verðleikum ef ekki eru tiltæk
skiljanleg viðmið um hvenær það megi teljast gott og hvenær slæmt.
Með þessu er ekki sagt að kennarar vinni ekki vel eða að enginn árangur sé af
störfum þeirra. Síður en svo. Heldur aðeins að ef kennarar vilja að störf þeirra séu metin
að verðleikum, eins og segir í skólastefnu samtaka þeirra,6 þá verða þeir að gera grein
fyrir störfum sínum og árangri af þeim á skýran og skipulegan hátt á grundvelli
hlutlægra athugana. Kennarar eiga þess vegna að stuðla að því að skólastarf sé atluigað
á hlutlægan hátt. Þó að slíkar upplýsingar séu hvorki einhlítar né auðveldar í meðförum
eru þær líklegar til þess að greiða fyrir skilningi á fagmennsku kennara, stuðla að
metnaðarfullri og frjórri umræðu um markmið kennslu, veita mikilvægar upplýsingar
um mótun kennaramenntunar og vera ómetanlegar í þróun aðstöðu til kennslu og
uppeldisstarfa. En án slíkra upplýsinga verður umræðan líkast til marklítil.
í þessari grein verður hugað að hlutverki mælinga í umfjöllun um störf, fag-
mennsku og sjálfstæði íslenskra kennara. Eg er hvorki að bjóða upp á né að panta
endanlega greiningu á góðum og iniður góðum kennurum. Því síður hef ég á takteinum
nýja töfraformúlu til að leysa allan vanda; flestar tillögur mínar eru gamalgrónar, teldust
vísast nokkuð íhaldssamar í kennslufræðum. Einnig er víst að þær aðferðir, sem ég
mæli með úr rannsóknum í félagsvísindum, eru gagnslitlar ef þær eru ekki iðkaðar í
samhengi við skynsamlega umræðu og stefnu í menntamálum.
Edlilegar kröfur um mat
Kennarar verða að eiga frumkvæði að hlutlægum athugunum á íslensku skólastarfi
vegna þess að slíkar athuganir eru ein meginforsenda framþróunar. Hér er geysimikið
verk óunnið og traustar matsaðferðir eru ekki fastar í sessi. Afla þarf grunnupplýsinga
5 sjá t.d. umfjöllun Jónasar Pálssonar 1983.
6 Skólastefna 1990.
275