Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 26
Rætt við Jónas Pálsson
færni almennings í þessum greinum sé stórlega ýkt. Námfúsir unglingar náðu að bjarga
sér eitthvað en kunnáttu þeirra hrakaði skjótt eins og aðstæður þeirra flestra voru,
bókleysi og þrúgandi strit myrkranna á milli. Þetta er „gamla" Island eins og ég geri
mér mannlífið í hugarlund hjá þorra fólks.
Astandið skánaði að vísu smátt og smátt á 19. öld og fram að heimstyrjöldinni og
með hernáminu 1940 verða alger þáttaskil. Tímabilið frá 1940 til 1990 er einhverskonar
millispil milli þessa „gamla“ Islands og þess „nýja“ Islands, sem væntanlega er að verða
til - e.t.v. sem eitt fyiki í Bandaríkjunum eða sem úthérað í Evrópustórveldinu nýja. Að
við getum verið nær óháð efnahagslega og pólitískt hér úti í Atlantshafinu, þykir mér
ósennilegt, svo fámenn sem við enn erum og samfélagið tiltölulega vanþróað
efnahagslega og félagslega. - Persónulega sýnist mér skárri kostur að leita halds og
trausts hjá Evrópuríkinu nýja. Ég held líka að meðal Þjóðverja og Frakka séu áhrifaríkir
hópar mennta- og menningarfólks - að vísu fámennir - sem hafa raunverulegan áhuga á
að varðveita leifar af norrænum menningararfi í bókmenntum og hugsunarhætti.
Hins vegar er augljóst að þorri unga fólksins, sem nú vex upp á suðvesturhorninu,
hefur takmarkaðan áhuga á að lifa og starfa í slíku einangruðu menningarbúri og ég lái
þeim það ekki. Borgarastéttin íslenska, sem skólakerfið hefur átt mikinn - sennilega
úrslitaþátt - í að móta síðustu áratugina, sættir sig ekki við neitt minna en sambærilega
lífshætti - efnahagslega og menningarlega - eins og þeir gerast bestir í V-Evrópu. Fáist
þetta ekki mun sá hluti þessa unga fólks, sem á þess nokkurn kost, setjast að erlendis.
Að vísu munu þeir enn um sinn reyna að halda í tengslin við „gamla landið“, senda
börn sín hingað til dvalar í sumarleyfum - jafnvel senda þau hingað í skóla til að læra
málið. Þá mun eyjan ísland gegna sambærilegu hlutverki fyrir brottflutta íslendinga og
sveitimar gegndu lengi fram eftir þessari öld þegar við í þéttbýlinu sendum börnin okkar
í sveit til sumarveru hjá vinum og ættingjum.
livaö þá um „nýja" ísland —verður það aldrei til?
Sennilega ekki. Island hefur aldrei átt sér menningarlega eða stjórnunarlega miðju fyrr en
á þessari öld. Þingvellir voru fremur hugleikur en félagslegur eða efnahagslegur veru-
leiki. Alþingi við Öxará var eins konar ímynd nútíma þjóðleikhúss og kaupstaðarferðar
í huga fólks sem þekkti hvorugt. Þungamiðja í tilveru þess var amstrið á hverju bónda-
býli, smáu og stóru, en að vísu var sá veruleiki miklu áþreifanlegri hjá góðbændum og
héraðshöfðingjum. Þegar til kom þoldum við enga miðju hvorki menningarlega né
stjórnarfarslega. Vandinn er hins vegar sá að við eigum hvorki fjármagn né mannafla í
margar miðjur sem til einhvers duga á okkar tr'ð - jafnvel þó íbúatalan hafi náð 250
þúsundum.
Ég legg til að við viðurkennum að framtíð endurnýjaðrar íslenskrar menningartilveru
- hvað sem pólitíska sjálfstæðinu líður - felst ekki í frekari vélvæðingu fslensks
landbúnaðar eða stofnun nýbýla. Þéttbýlið á suðvesturhorninu hlýtur óhjákvæmilega að
vera kjarni og miðja hins nýja íslands. Þar ræðst fyrst og fremst framtíð íslenskrar
tungu og menningarlífs, hvernig svo sem því farnast. Vissulega munum við sækja
sjóinn og búa áfram góðu lífi víða um héruð við sauðfé, hross og kýr ef menn svo
kjósa. Okkar náttúruauðlind, sjávaraflann, fiskinn, verður að fullvinna og selja sem dýra
vöru. Orka er undirstaða iðnaðar jafnt stóriðju sem smáiðnaðar af margvíslegu tagi. Við
24