Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 101
Guðný Guðbjörnsdóttir
Fyrsta sjónarmiðið, kvennafræðileg raunhyggja (feminist empiricism), byggir á því
að laga megi kynferðislega slagsíðu á hefðbundnum vísindum með vandaðri rann-
sóknum sem byggja á spurningum og áhugasviðum fræðikvenna. Þetta er lítil ögrun
við vísindin almennt því vandinn er bundinn við það að spurningarnar og áhugasviðin
séu karla fremur en að eitthvað sé að þeim kenningum eða aðferðum sem notaðar eru.
Fllutlægari rannsóknir fást þá með því að viðfangsefnin og spurningarnar séu mótuð af
konum til mótvægis við spurningar karla. Þessar rannsóknir varpa ljósi á stöðu kvenna
miðað við stöðu karla út frá hefðbundnum hugtökum og viðmiðum fræðanna og
samfélagsins. Spurningar um menntun í þessum anda beindust t.d. að því hvernig
kynin skiptast á mismunandi brautir í framhalds- eða háskólum eða hve margar konur
eru skólastjórar í samanburði við karla.
í rannsóknum af þessu tagi hefur komið fram gagnrýni á ýmsar kenningar og
rannsóknaraðferðir, þar sé oft innbyggð slagsíða sem þurfi að takast á við. Sú
niðurstaða leiðir til annars meginsjónarmiðs sem Harding kallar sjónarhorn
kvennarannsókna (feminist standpoint). Þó að markmiðið sé áfram að leita sannleikans
er hann talinn birtast í ákveðnu félagslegu samhengi og því háður því hver skilgreinir
og frá hvaða sjónarhorni. Þar sem staða kynjanna í samfélaginu og innan vísindanna
hafi verið mjög mismunandi skipti máli hvort rannsóknir séu gerðar frá sjónarhorni
karla eða kvenna. Slagsíðu karlavísindanna megi lagfæra ef sjónarhorn kvenna fái að
njóta sín til jafns við sjónarhorn karla. Samkvæmt þessu sjónarmiði má skoða
orðræðu kvennarannsókna sem tæki til að greina hvort og hvernig menntakerfið
endurspeglar karlasamfélagið. Eðlileg skýringartilgáta á því að aukin menntun kvenna
skilar sér ekki í launum samkvæmt þessu sjónarmiði er að skólakerfið endurspegli
þjóðfélagið og sé því einn þáttur í að viðhalda misrétti kynjanna. Rannsóknir sem
gerðar eru í þessu ljósi beinast gjarnan að því að skoða skólann innan frá og athuga
hvort og þá hvernig misrétti birtist t.d. í stjórnun skólans, í starfsaðstæðum kennara, í
samskiptum nemenda eða nemenda og kennara (dulda námskráin) eða í markmiðum,
námskrám og námsefni.
Því er gjarnan haldið fram að konur verði að hætta að taka við menntun sem bindur
þær í fjötra hefðarinnar og gera tilkall til menntunar við hæfi. Munurinn felst í því að
vera gerandi og mótandi, eða þolandi og viðtakandi.9
Þriðja þekkingarfræðilega nálgunin innan kvennafræðanna, sem enn var í
burðarliðnum að mati Harding árið 1986, er kennd við eftir-nútímann eða
póstmódernismann. Póstmódernisminn felur í sér ákveðna þekkingarfræðilega sýn á öll
vísindi, fræði og listir, og kvennafræðingar deila eins og fleiri um gagnsemi þessa
sjónarhorns. Þessi stefna gengur lengra í því að efast um tilvist algilds sannleika þar
sem dreginn er í efa máttur skynsemi, þróunar, vísinda og tungumáls til þess að höndla
hann. Þetta sjónarhorn má skoða sem andsvar við þeirri viðleitni upplýsingastefnunnar
að skipa vísindum, listum og siðfræði í afmarkaðar faggreinar sem byggja á
mismunandi aðferðum og mismunandi viðmiðum um hlutlægni og sannleika. Að
9 Sjá titla bóka þeirra Martin 1985 og Gaskell o.fl. 1989, en upphaflega mun Adrienna
Rich hafa sett fram þessa aðgreiningu árið 1977, eins og fram kemur hjá Gaskell o.fl.
1989.
99