Uppeldi og menntun


Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 196

Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 196
Kristinn Björnsson kannaðir. Þá er of lítið um það vitað hverra skapgerðareiginleika hvert starf krefst. Hér vil ég þó gera athugasemd: Menn spyrja gjarnan: „Hvaða skapgerðareiginleika þarf til að gegna ákveðnu starfi vel?“ Þetta er svipuð spurning og oft kom fram þegar hæfileikakannanir voru á frumstigi en þá var mest áhersla á það lögð að finna þá sérhæfileika sem ætla mátti að hvert starf krefðist. Nú vita menn að sérhæfileikar eru mjög bundnir almennum hæfileikum og samsvara þeim allvel. Stig eða magn almennra hæfileika er því mikilvægasta spurningin þó að gerð þeirra skipti líka máli. Þessu er vafalaust svipað farið með skapgerð. Þar er um að ræða grundvallar- eiginleika sem eru nauðsynlegir við öll störf og gera mann almennt færari til starfa. Styrkleiki geðshræringa og hversu auðvelt er að vekja geðshræringu er sá grundvöllur sem áskapaður er að mestu leyti hverjum einstaklingi. En tjáning geðshræringa og hvernig þær eru notaðar er auðvitað mjög mótað af uppeldi og þjálfun mannsins ásamt ríkjandi venjum í umhverfi hans. Ef við hugleiðum skapgerð með tilliti til starfshæfni sjáum við að mikilvægast er jafnvægi tilfinningalífsins og hæfileg stjórn þess. Hæfileiki til geðrænna andsvara þarf að vera til, annars væri maðurinn áhuga- og sinnulaus við verkið; hann má ekki vera tilfinningalega dofinn. A hinn bóginn þarf hann að hafa hæfilega stjórn á geðshrær- ingum og láta þær ekki ráða of miklu; annars er hætt við að öll sambúð við vinnufélaga og aðra, sem skipta þarf við, yrði erfið og árekstrasöm. Kvíðni þarf að vera innan hóflegra marka, maðurinn má ekki vera það öruggur og ókvíðinn að kæruleysi megi telja, umhirðu og fyrirhyggju skorti við verkið; en hann má á hinn bóginn ekki vera svo kvíðinn eða kjarklaus að hann þori ekkert að aðhafast á eigin ábyrgð eða reyni ekki að framkvæma verkið af ótta við að mistakast. Það mundi verða of langt mál að telja upp öll þau jákvæðu einkenni skapgerðar sem gera starfsmann hæfan og þau neikvæðu sem gera mann lítt hæfan. En öll þekkjum við dæmi af mönnum sem eru þannig skapi farnir að þeim henta mörg eða öll störf, valfrelsi þeirra er mikið. Aðrir eru hins vegar þannig að skapið gerir þeim mörg störf örðug; í stöku tilfellum gerir það þá óhæfa til flestra starfa eða allra. Ég gat þess hér á undan að mælingaraðferðir eru ekki eins nothæfar við mat skapgerðar og þær eru við hæfileika. Veruleg frávik frá því eðlilega má að vísu kanna með vissum prófunum og með því leiða í ljós ágalla sem gera mundu mann lítt hæfan til margra starfa. Aðallega verður þó hér að byggja á öðru Þar má nefna upplýsingar, t.d. frá aðstandendum og skóla, eða hverjum þeim aðila sem hefur haft kynni af manninum sem leiðbeina skal. Þá eru viðtöl við hann sjálfan sú aðferð sem mest verður á að treysta. Slík viðtöl miða að því að hjálpa honum til að þekkja sjálfan sig og fínna út við hvaða störf skapgerðarerfiðleikar kynnu að verða til hindrunar og hvers þurfi að taka tillit til við valið. Það væri t.d. óheppilegt fyrir þann, sem er mjög bráður og á erfitt með að sitja á sér, að velja starf þar sem stöðugt þarf að hafa skipti við fólk í misjöfnu skapi - eða þann, sem væri mjög hlédrægur og feiminn, að vinna starf þar sem mikið þarf að koma fram opinberlega, ræða við eða stjórna fjölda fólks. í báðum þessum tilvikum væri e.t.v. heppilegra að velja starf þar sem meira er unnið með dauða hluti og í fámenni eða án mikilla afskipta annarra. Á það er þó alltaf að lfta að skapgerð er ekki óbreytanlegur eiginleiki. Á þessu sviði er aðlögunarhæfnin meiri en á sviði hæfileika og verulegar breytingar eiga sér oft 194
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300
Side 301
Side 302
Side 303
Side 304
Side 305
Side 306
Side 307
Side 308
Side 309
Side 310
Side 311
Side 312
Side 313
Side 314
Side 315
Side 316
Side 317
Side 318
Side 319
Side 320
Side 321
Side 322
Side 323
Side 324
Side 325
Side 326
Side 327
Side 328
Side 329
Side 330
Side 331
Side 332
Side 333
Side 334
Side 335
Side 336

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.