Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 196
Kristinn Björnsson
kannaðir. Þá er of lítið um það vitað hverra skapgerðareiginleika hvert starf krefst. Hér
vil ég þó gera athugasemd: Menn spyrja gjarnan: „Hvaða skapgerðareiginleika þarf til
að gegna ákveðnu starfi vel?“ Þetta er svipuð spurning og oft kom fram þegar
hæfileikakannanir voru á frumstigi en þá var mest áhersla á það lögð að finna þá
sérhæfileika sem ætla mátti að hvert starf krefðist. Nú vita menn að sérhæfileikar eru
mjög bundnir almennum hæfileikum og samsvara þeim allvel. Stig eða magn almennra
hæfileika er því mikilvægasta spurningin þó að gerð þeirra skipti líka máli.
Þessu er vafalaust svipað farið með skapgerð. Þar er um að ræða grundvallar-
eiginleika sem eru nauðsynlegir við öll störf og gera mann almennt færari til starfa.
Styrkleiki geðshræringa og hversu auðvelt er að vekja geðshræringu er sá grundvöllur
sem áskapaður er að mestu leyti hverjum einstaklingi. En tjáning geðshræringa og
hvernig þær eru notaðar er auðvitað mjög mótað af uppeldi og þjálfun mannsins ásamt
ríkjandi venjum í umhverfi hans.
Ef við hugleiðum skapgerð með tilliti til starfshæfni sjáum við að mikilvægast er
jafnvægi tilfinningalífsins og hæfileg stjórn þess. Hæfileiki til geðrænna andsvara þarf
að vera til, annars væri maðurinn áhuga- og sinnulaus við verkið; hann má ekki vera
tilfinningalega dofinn. A hinn bóginn þarf hann að hafa hæfilega stjórn á geðshrær-
ingum og láta þær ekki ráða of miklu; annars er hætt við að öll sambúð við
vinnufélaga og aðra, sem skipta þarf við, yrði erfið og árekstrasöm.
Kvíðni þarf að vera innan hóflegra marka, maðurinn má ekki vera það öruggur og
ókvíðinn að kæruleysi megi telja, umhirðu og fyrirhyggju skorti við verkið; en hann
má á hinn bóginn ekki vera svo kvíðinn eða kjarklaus að hann þori ekkert að aðhafast á
eigin ábyrgð eða reyni ekki að framkvæma verkið af ótta við að mistakast.
Það mundi verða of langt mál að telja upp öll þau jákvæðu einkenni skapgerðar
sem gera starfsmann hæfan og þau neikvæðu sem gera mann lítt hæfan. En öll
þekkjum við dæmi af mönnum sem eru þannig skapi farnir að þeim henta mörg eða öll
störf, valfrelsi þeirra er mikið. Aðrir eru hins vegar þannig að skapið gerir þeim mörg
störf örðug; í stöku tilfellum gerir það þá óhæfa til flestra starfa eða allra.
Ég gat þess hér á undan að mælingaraðferðir eru ekki eins nothæfar við mat
skapgerðar og þær eru við hæfileika. Veruleg frávik frá því eðlilega má að vísu kanna
með vissum prófunum og með því leiða í ljós ágalla sem gera mundu mann lítt hæfan
til margra starfa. Aðallega verður þó hér að byggja á öðru Þar má nefna upplýsingar,
t.d. frá aðstandendum og skóla, eða hverjum þeim aðila sem hefur haft kynni af
manninum sem leiðbeina skal. Þá eru viðtöl við hann sjálfan sú aðferð sem mest
verður á að treysta. Slík viðtöl miða að því að hjálpa honum til að þekkja sjálfan sig
og fínna út við hvaða störf skapgerðarerfiðleikar kynnu að verða til hindrunar og hvers
þurfi að taka tillit til við valið. Það væri t.d. óheppilegt fyrir þann, sem er mjög bráður
og á erfitt með að sitja á sér, að velja starf þar sem stöðugt þarf að hafa skipti við fólk í
misjöfnu skapi - eða þann, sem væri mjög hlédrægur og feiminn, að vinna starf þar
sem mikið þarf að koma fram opinberlega, ræða við eða stjórna fjölda fólks. í báðum
þessum tilvikum væri e.t.v. heppilegra að velja starf þar sem meira er unnið með dauða
hluti og í fámenni eða án mikilla afskipta annarra.
Á það er þó alltaf að lfta að skapgerð er ekki óbreytanlegur eiginleiki. Á þessu
sviði er aðlögunarhæfnin meiri en á sviði hæfileika og verulegar breytingar eiga sér oft
194