Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 192
Uppeldi og menntun 1 (1): 190-195
Kristinn Björnsson
Sálfrceðileg sjónarmið við starfsval
Eitt af því sem gerir líf nútímamannsins erfitt er sú aðstaða hans að þurfa sífellt að vera
að velja og hafna. Hin margbreytilega framleiðsla og vöruframboð, möguleikar félags-
lífs, skemmtana og atvinnulífs setja margan í vanda með að finna út, hvað sé
eftirsóknarverðast og henti honum best. A mörgum sviðum er valið auðvelt og skiptir
ekki ýkja miklu máli, t.d. hvar eigi að skemmta sér í kvöld eða hvernig snið eigi að
vera á nýju fötunum. Sumt val er þó mikilvægt, jafnvel svo að þjóðfélagið verður að
gera ráðstafanir til að auðvelda það með hlutlægri fræðslu - og hér er starfsvalið fremst
í flokki.
Sjálfsagt fer það mikið eftir gerð hvers og eins hve alvarlega hann tekur þetta val,
íhugar það eða athugar möguleika. Væri e.t.v. verðugt rannsóknarefni að kanna hversu
margir velja sér starf með íhygli og hversu margir láta tilviljunina ráða og taka það
starf sem hendi er næst eða einhver velviljaður kunningi eða ættingi bendir á að sé til.
Andstæða þeirra sem láta tilviljunina ráða eru þeir sem íhuga val sitt vandlega, leita
upplýsinga og eru lengi að komast að niðurstöðu. Hvor þessara manngerða fer svo
réttar að og hvorri vegnar betur að vali loknu? Þetta atriði er án efa lítið rannsakað en
hvað sem því líður er ekki vafamál að nokkur íhugun í sambandi við val ævistarfs sé
öllum nauðsynleg og muni yfirleitt takast betur en val út í bláinn.
Þegar um val er að ræða er fyrsta spurningin á hvaða forsendu það skuli byggja,
hvaða skilyrði hið valda skuli uppfylla og hver þeirra séu mikilvægust. Jafnvel val svo
hversdagslegra hluta sem fatnaðar byggjum við á einhverju sjónarmiði. Sumir vilja
greiða hátt verð fyrir vandaða vöru, aðrir fá ódýrari hluti til bráðabirgða, sumir leggja
mesta áherslu á að tolla í tískunni, hvað sem gæðum og notagildi líður.
Val ævistarfs er hægt að byggja á áþekkum sjónarmiðum. Þar er hægt að láta
tískubólur ráða og að sjálfsögðu verður að gera það upp við sig hvort leggja skuli fé og
fyrirhöfn í að búa sig undir starf sem síðar gæti veitt betri afkomumöguleika eða taka
starf sem býðst án undirbúnings.
Það sem einkum gerir starfsval vandasamt er hversu margra atriða þarf að taka tillit
til ef vel á að takast. Þessi atriði má greina í tvo aðalflokka:
- I fyrsta lagi: Ytri skilyrði starfsins, launakjör, starfsskilyrði, áhætta,
erfiði, álit almennings á starfinu o.s.frv.
- I öðru lagi: Eiginleikar sem starfið krefst af manninum, svo sem
hæfileikar, áhugi og skapgerð.
Sálfræðin fæst einkum við síðartöldu atriðin. Aður en ég vík að þeim mun ég fara
nokkrum orðum um hin ytri skilyrði.
Kjör eða tekjumöguleikar eru vitanlega mikið atriði og ráða stundum úrslitum um
hvað valið er. Þetta er oft réttmætt. Við vinnum til þess að afla okkur tekna og sjá
190