Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 19

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 19
LOFTUR GUTTORMSSON En nm fátt kvarta peir eins oft og alment eins og um það, hve illa heimilin kenni lestur, hve illa 10 ára hörn séu læs, pegar pau koma ískólana. Eftir að hafa vitnað í ákvæði fræðslulaganna bætir fræðslumálastjóri við: Hví skyldi heimilunum vera gert að kenna lestur? Auðvitað afpvt'að skólunum og pó einkum farskólunum var ekki treyst til pess. Má vera að sum heimilin geti pað ekki, en pá er pað peirra að fá hjálp til pess, og pað á eigin kostnað. En hitt er víst, að mörg heimili, sem undanfarin ár, hafa sent farskólunum ólæs hörn og með pví tafið skólavinnuna ótilhlýðilega, hefðu getað kent lestur, ef pau hefðu nent pví ... Skólanefndir og kennarar verða pvi' að heimta pað harðri hendi, að heimilin ræki pessa skyldu sína. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem fræðslumálastjóri hamraði á því að skóla- og fræðslunefndir yrðu að framfylgja lagaákvæðum um fræðsluskyldu heimilanna af fullri festu; slíkt ætti að vera óhætt, jafnmikið og „gumað hafi verið af heima- kenslunni hér á landi" (Skólablaðið 1913 (7,5):76, sjá enn fremur Skólablaðið 1912 (6,10):145-147, 1913 (7,7):103-104, Skjöl nr. 125). Af hálfu prófdómara, þessara eftir- litsmanna miðstjórnarvaldsins sem voru oftast sóknarprestar, kemur um sama leyti fram sú skoðun að sum heimili hafi vanrækt tilsögn barnanna, einkum lestrar- kennsluna, síðan hin „svonefnda opinbera kensla komst á" (Olafur Magnússon 1913 (7,7):102-103, sjá enn fremur Skjöl nr. 40, 221, Björg Sigurðardóttir 1996 [ópr.]:24—25). Svipuðu máli gegndi um skriftarkennslu heimilanna (Skólablaðið 1915 (9,6):84-85, Rósa Guðmundsdóttir og Pálína Guðmundsdóttir 1980 [ópr.]:33). Eftirtektarvert er að báðir aðilar, skólasinnar og heimafræðslusinnar, héldu áfram að draga af þessu ástandi sínar ályktanir, gömlum málstað til framdráttar. Hinir síðarnefndu klifuðu þannig á því að aldrei hefði átt að létta nokkru af kennsluskyldunni af heimilunum (Ólafur Magnússon 1913:103). Skólasinnar voru þó reiðubúnir að finna heimilunum sitthvað til afbötunar: foreldrar fengju ófull- nægjandi kennsluleiðbeiningar af hálfu kennara; aðferðin, sem beitt væri víðast við lestrarkennslu, svokölluð stöfunaraðferð, væri „seinleg og deyfandi ..." (Skólablaðið 1915 (9,6):84) og leiðbeiningar vantaði í stafrófskverum við lesæfingakafla (Skóla- blaðið 1915 (9,6):84-88, sjá enn fremur Björn Jónsson 1911:20-23 og Magnús Helga- son 1934:81-82). Andspænis vanrækslu margra heimila stóðu yfirvöld næsta varnarlítil. Lögum samkvæmt áttu fræðslunefndir og sóknarprestar að líta eftir að heimilin ræktu skyldur sínar; en hvorttveggja var að nefndarmenn voru oft álTugalitlir um eftirlitið - fengu enda ekkert greitt fyrir störf sín - og prestar framfylgdu mjög misjafnlega húsvitjunarskyldu sinni (Skólablaðið 1915 (9,6):85, Skjöl nr. 60, 125).8 Þessir aðilar voru í flestum tilvikum ólíklegir til að brjóta mótþróa aðstandenda vanræktra barna á bak aftur með því að koma þeim fyrir á öðrum heimilum svo sem lög gerðu ráð 8 Kerfisbreytingin 1907 skapaði nokkra óvissu um húsvitjunar- og eftirlitsskyldu sóknarpresta. Þannig var það meðal fyrstu verkefna Kennarafélags Þingeyjarsýslu (stofnað 1910) að afla upplýsinga um hver væri laga- skylda presta til húsvitjana og hvernig prestar í sýslunni ræktu húsvitjanir (Björg Sigurðardóttir 1996 lópr.]:21 —24). Á umræddu tímabili beindist eftirlit prestanna aðallega að lestrarkennslu barna undir tíu ára aldri (sjá t.d. Önnu Maríu Ögmundsdóttur 1981 [ópr.]:16—17). Skólamenn kölluðu ósjaldan á strangara eftirlit af þeirra hálfu (Rósa Guðmundsdóttir og Pálína Guðmundsdóttir 1980 [ópr.]:32). 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.