Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 28

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 28
AÐ GREINA MOZART FRÁ MENDELSSOHN hversu lík mismunandi dæmi séu, hvaða eiginleikar tónlistar skipti mestu máli við myndun stílhugtaka. Er þá að sjálfsögðu gengið út frá því að fólk flokki lík dæmi undir sama hugtak (Hare 1975, Miller 1979, Eastlund 1992,1993). Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós að nokkrir heildrænir eiginleikar tónlistar, svo sem virkni, kraftur og geðblær, virðast hafa mest áhrif á hvað menn meta líkt eða ólíkt. Þær láta hins vegar ósvarað hvaöa tónfræðilegu eiginleikar (slag, hendingaskipan, tónvefur, hljómferli o.s.frv.) skapa þau heildrænu áhrif sem nefnd voru. Svar við þeirri spurningu er þó kennslufræðilega mikilvægara þar sem það tekur á spurningunni hvað af því sem kennt er í skólum varðandi stílhugtakamyndun komi nemendum að gagni. Þar sem þetta hafði ekki verið kannað á kerfisbundinn hátt fyrr gerði ég það að meginviðfangsefni í minni rannsókn. Með því að nota stíldæmi sem sum höfðu þykkan tónvef, önnur þunnan, sum taktfast slag og önnur sveigjanlegt o.s.frv., var unnt að álykta út frá flokkunarvillum einstakra dæma hverjir þessara eiginleika virðast skynjanlegastir og merkingarbærastir venjulegum skólanemend- um við flokkun tónlistar (sjá nánar í köflum um tóndæmi og aðferðir hér á eftir). Við rannsóknina gekk ég út frá þeirri meginforsendu fyrrnefndra rannsókna að stílhugtök byggist á mati fólks á því hve lík tóndæmi séu. Ennfremur lágu til grundvallar rannsókninni andstæðar sálfræðikenningar um myndun illa afmark- aðra hugtaka. Frumgerðarkenningin (prototype theory) gerir ráð fyrir að hugtak byggist á eins konar samantekt hugans á áberandi og algengum einkennum þeirra tilfella sem hugtakinu tilheyra (Posner og Keele 1968,1970, Reed 1972). Ennfremur gerir kenningin ráð fyrir að fólk sértaki einstök einkenni hvers tilfellis og byggi flokkun þess á þeim fjölda einkenna sem það á sameiginlegt með frumgerð hug- taksins. Sé viðfangsefnið t.d. að ákvarða hvort tónlist sé í klassískum stíl eða ekki, beri fólk hana saman við einhvers konar huglægan minnislista yfir algengustu einkenni stílsins (taktfast slag, jafnar hendingar, þunnan vef, stefnufast hljómferli o.s.frv.) og samþykki síðan eða hafni tilgátunni um klassískan stíl á grundvelli þess samanburðar. Sú hefðbundna aðferð við stílkennslu sem lýst er í Töflu 1 er því mjög í anda frumgerðarkenningarinnar. Kjarni dæmakenningarinnar (exemplar theory) er hins vegar sá, að fólk myndi hugtök með því að muna dæmi um hugtakið. Þannig flokki fólk nýtt dæmi með heildrænum samanburði á hve líkt það sé dæmi sem það þekkir um viðkomandi hugtak; tónlist sem minnir fólk mjög á Eine kleine Nacht?nusik flokki það t.d. sem klassískan stíl (að því tilskildu auðvitað að viðkomandi hafi upplýsingar um rétta flokkun á Eine kleine Nachtmusik); dæmi sem menn telji svipa verulega til tónlistar Tsjækovskíjs flokki þeir hins vegar sem rómantískan stíl o.s.frv. Talsmenn dæma- kenningarinnar (Brooks 1978, Medin og Schaffer 1978) gera ekki lítið úr sérein- kennum fyrirbæra en leggja áherslu á að úrvinnsla hugans kunni, á fyrstu stigum hugtakamyndunar a.m.k., að vera heildræn og byggð á samlíkingu frekar en sundurgreiningu.3 Kenningin hefur m.a. verið studd með vísun í þann leifturhraða sem einkennir flokkunarákvarðanir fólks. Athugasemd Gardners (1973) að nem- 3 Ensku orðin „analogical - analytical" eru oft notuð til að lýsa mismuninum á dæma- og frumgerðarkenning- unum (Malt 1989). 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.