Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 30

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 30
A Ð GREINA MOZART FRÁ MENDELSSOHN sjálfsögðu traustari stoðum undir allar ályktanir varðandi stílhugtakamyndun þátttakendanna. Tóndæmi Skilgreiningu mína á dæmigerðum einkennum klassísks og rómantísks stíls byggði ég á tíðni einkenna sem tilgreind voru í tíu erlendum tónmenntarkennslubókum fyrir framhalds- og háskólastig (Bamberger og Brofsky 1988, Hoffer 1988, Kamien 1988, Kerman 1987, Machlis 1977, O'Brien 1987, Ratner 1977, Reimer 1985, Reimer o.fl. 1985, Rossi 1981, Sadie 1990). Samkvæmt þeim voru dæmigerð einkenni klassísks stíls skilgreind sem taktfast slag, jafnar hendingar, þunnur tónvefur og stefnu- fast hljómferli (táknað með 1111 í Töflu 2), og dæmigerð rómantísk einkenni sem sveigjanlegt slag, ójafnar hendingar, þykkur tónvefur og órætt hljómferli (táknað 0000 í Töflu 2). Til að endurspegla hin óglöggu mörk milli klassísks og rómantísks tónstíls voru níu þjálfunardæmi og sjö yfirfærsludæmi (A1-B4 og Y1-Y7 í Töflu 2) þannig valin að ekkert eitt einkenni veitti áreiðanlega vísbendingu um flokkun dæmanna. Átta þjálfunardæmi til viðbótar (sértekningardæmi, auðkennd S1-S8) voru gagngert valin þannig að hvert þeirra um sig stuðlaði að sértekningu á einu ákveðnu stíl- einkenni. Við val þessara dæma var þess því gætt að eitt ákveðið einkenni væri öðr- um einkennum yfirsterkara (t.d. þunnur vefur í S5 Mozart). Dæmi A1-B4 og Y1-Y7 valdi ég samkvæmt einkennalíkani Medins og samverkamanna hans fyrir illa afmörkuð hugtök (Medin o.fl. 1984), bæði vegna þess að réttmæti þess til rann- sókna á slíkum hugtökum hefur ekki verið vefengt, og einnig vegna þess að líkanið virðist endurspegla á trúverðugan hátt hvernig einstök tónverk víkja oft frá dæmi- gerðum stíleinkennum á ýmsa lund.5 Þótt dæmin tækju kerfisbundnum breyting- um samkvæmt megineiginleikunum (slagi, hendingum, tónvef og hljómferli eins og þau voru felld að líkani Medins) voru sameiginleg einkenni þeirra samt að nokkru leyti hvert með sínum hætti. Slík frávik eru óhjákvæmileg innan allra nátt- úrulegra hugtaka og á það vissulega við um klassísk og rómantísk stílhugtök í tón- list. Tónskáld útfæra t.d. „órætt hljómferli" aldrei nákvæmlega eins frá einu tón- verki til annars. 5 f líkani Medins (sem fram kemur í Töflu 2) eru þau dæmi sem hafa þrjú sameiginleg einkenni skilgreind sem lík en hin ólfk sem aðeins hafa tvö sameiginleg einkenni. Frumgerðir (prototypes) hvors stíls B4 og Y3 hafa að sjálfsögðu öll fjögur einkennin. 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.