Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 41

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 41
ÞÓRIR ÞÓRISSON aðeins eina undantekningu frá frumgerð A-stílsins (1111) en A2 hefur tvær. Dæma- kenningin spáir hinu gagnstæða. Samkvæmt henni eru dæmi lík hvert öðru ef ein- göngu munar einu einkenni á þeim. Samkvæmt því eru A1 (1110) og A2 (1010) lík dæmi, en A1 er sömuleiðis líkt B1 (1100) og B2 (0110). Vegna þessara líkinda (simil- arity) með dæmum andstæðra hugtaka, spáir dæmakenningin að A1 muni valda miklum ruglingi. A hinn bóginn spáir kenningin fyrir um færri villur á A2 þar sem það sé líkt tveimur öðrum A-dæmum (A1 og A3) en líkist hins vegar engu B-dæm- anna. í þessari rannsókn flokkuðu aðeins 7% dæmahópsins og 9% einkennahópsins A1 ranglega; 35% dæmahópsins og 36% einkennahópsins flokkuðu hins vegar A2 ranglega. Þar sem báðir hópar gerðu marktækt færri villur á A1 var ályktað að nemendur beggja hópa flokkuðu eftir sérteknum einkennum og samanburði við frumgerð hvors stíls. Þrennt studdi þessa niðurstöðu enn frekar: (a) A2 reyndist meira ruglandi bæði í þjálfun og á eftirprófi; (b) nemendur voru marktækt óvissari um flokkun A2, mælt með þeim þriggja þrepa vissukvarða sem fyrr var lýst; (c) með sömu röksemdafærslu og höfð er um flokkun A1 og A2 hér að ofan benti samanburður á dæmum A4 (1101) og A5 (0111) einnig til að nemendur hafi flokkað eftir sérteknum einkennum og samanburði við frumgerðir stílanna. UMRÆÐA OG SAMANTEKT Það er alkunna að sumar námsgreinar byggjast á betur afmörkuðum hugtökum en aðrar, til að mynda er nokkuð ljóst að hugtök í raungreinum eru að jafnaði betur skilgreind en hugtök í listgreinum. Þegar Jerome Bruner setti fram þá áhrifamiklu hugmynd á sjöunda áratugnum að námsefni og kennslu eigi umfram allt að byggja á formgerð hverrar námsgreinar (1963), er líklegt að hann hafi haft í huga náms- greinar sem greina megi í þætti á tiltölulega eðlilegan máta og kenna með afleiðslu frá reglum og lögmálum er standast að öllu jöfnu.15 Reyndin varð hins vegar sú að kennarar og námsefnishöfundar víða um lönd flykktust undir merki Bruners hvort sem þeir kenndu „harðar" greinar eða „mjúkar", þ.e.a.s. hvort sem námsgreinar þeirra voru vel eða miður til sundurgreiningar fallnar.16 Innan tónmenntarkennslu, einkum hlustunarkennslu, leiddi kennslufræði Bruners til stóraukinnar áherslu á hugtakanám og kennsluaðferða er byggðu á greiningu tónlistar í frumþætti sína.17 A síðustu árum hefur ofuráhersla á greiningu við almenningsfræðslu í listgreinum verið gagnrýnd á þeirri forsendu að sundurgreining þeirra í fáeina frumþætti og meginlögmál sé alltof mikil einföldun á margbrotnu eðli þeirra. Jafn líklegt sé að kennsla sem byggist á slíkum einföldunum gefi nemendum alranga hugmynd um eðli þessara greina (Elfland 1993). 15 Sem kunnugt er byggði Bruner (o.fl. 1956) kennslufræði sína á hugtakarannsóknum er tóku fyrst og fremst til vel afmarkaðra hugtaka. 16 Til dæmis eðlis- og efnafræði í samanburöi við grein eins og tónlist sem í eðli sínu er mjög heildræn. 17 Hin nýja áhersla á sundurgreiningu tónlistar í frumþætti sína (hryn, tónhæð, hljóma, tónblæ, tónstyrk og form- gerð ásamt undirhugtökum þessara meginþátta) kemur vel fram í Aðaltiátnskrá grutttiskóla. Tónmennt 1976 (og óbreytt í tónmenntarhluta Aðalnámskrár 1989). 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.