Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 65

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 65
GUNNAR E. FINNBOGASON SKÓLASTARF OG MARKAÐSLÖGMÁLIN Valddreifing, aukið valfrelsi og einkavæðing Á sfðustu árum og áratugum hafa komið fram nýjar hugmyndir um rekstur ríkisstofnana sem gjarnan eru kenndar við markaðshyggju eða frjálshyggju. Farið er að líta á skólann svipuðum augum og aðra atvinnustarfsemi sem lýtur lögmálum markaðar um framboð og eftirspurn, vöruvöndun, gæðastjórnun og samkeppni. Nýskipan skólamála í anda þessara kenninga felur í sér að komið verði upp blönduðu kerfi ríkisskóla og einkarekinna skóla og þeir fái meira frjálsræði til að ráðstafa fjármunum og skipuleggja námsframboð og kennslu. Skólarnir komi sér upp virku innra eftirliti en séu jafnframt metnir reglulega af utanað- komandi sérfræðingum og þessar upplýsingar verði aðgengilegar foreldrum sem geta þá valið barni sínu skóla við hæfi. Skólar muni því keppa um nemendur og um góða kennara, en kennurum verði umbunað fyrir árangur. Nýjar og auknar kröfur til kennara kalli síðan á breytta kennaramenntun. Hins vegar hefur reynst erfitt að skilgreina einhlít viðmið í mati á kennslu og launamismunun kennara hefur haft óæskileg áhrif. Þjónustusamningur stofn- unar við ríkisvaldið er leið til sjálfstæðis og er það nú til reynslu í Kvennaskólanum. Umræða um ríkisskóla og einkaskóla, kosti þeirra og galla hófst hér á landi að einhverju ráði upp úr 1980. Umræðan snerist meðal annars um fjölbreyttari og betri skóla, hagkvæmari nýtingu almannafjár og víðtækara frelsi foreldra og nemenda að velja skóla. Auk þess um það hvernig mætti hækka laun kennara og um leið gera meiri kröfur til þeirra. í bók Guðmundar Heiðars Frímannssonar og Þorvarðar Elíassonar (1986) koma þessar hugmyndir skýrt fram og lögð er áhersla á að einka- framtakið eigi að verða fyrirferðarmeira í rekstri skólakerfisins en nú er. Þeir benda á að þá þegar hafi einkaframtakinu í kennslu vaxið fiskur um hrygg, svo sem í tölvukennslu og á nokkrum öðrum sviðum. Minnt er á ávísanahugmyndir Miltons Friedmans þar sem foreldrar geta með ávísun sem gjaldmiðil valið um skóla og á þann hátt aukið valfrelsi barna sinna. Ef nemendur og foreldrar eru ekki ánægðir með skólann má fara annað og fá endurgreitt. Því er haldið fram að slíkt kerfi yki samkeppni milli skóla og fólk spyrði sig hver gæti með bestum og ódýrustum hætti komið til rnóts við óskir nemenda og foreldra. Lögmál framboðs og eftirspurnar tæki að miklu leyti við stjórnun skólamála af menntamálaráðuneytinu. Skólarnir gætu orðið einkafyrirtæki eða sjálfseignarstofnanir (Þorvarður Elíasson 1995:2). Allt fram á þennan dag hafa þessar hugmyndir skotið upp kollinum þegar urn- ræðan hefur snúist um ríkisrekið eða einkavætt skóla- og heilbrigðiskerfi. Þegar kemur að því að breyta rekstrarfyrirkomulagi þessara stofnana velferðarkerfisins er gjarnan kvartað undan því hversu margir fylgismenn frjálsrar verðmyndunar og markaðsbúskapar söðli um þegar breyta á rekstrarfyrirkomulagi skólans og sjúkra- stofnana (sama rit, bls. 2). Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla fslands 5. árg. 1996 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.