Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 67

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 67
GUNNAR E. FINNBOGASON sem hafa frelsi til að velja uni inntak, vinnuaðferðir og skóla, meðan framleiðendur - einstakir skólar - þurfa að keppa um nemendur með því að bjóða fram áhugaverð námstilboð og sýna fram á að þau séu árangursrík. Til þess að standa sig í sam- keppninni verða skólarnir að hafa skapandi og duglega kennara og bjóða góð laun og góðar aðstæður til að ná þeim til sín. Þetta fyrirkomulag kallar á aukna sam- keppni milli kennara (sjá Ahlström 1992a og Weiler 1989). Þessar hugmyndir hafa einkennt þróun mála á Englandi og í Bandaríkjunum öðrum löndum fremur. Þessi þróun hefur gjarnan verið kennd við kerfisbreytingu (restructuring / omstrukturering) og er þá átt við breytingar sem hafa einkennst af aukinni valddreifingu, auknu valfrelsi og einkavæðingu skólakerfisins (sjá Papagi- annis o.fl. 1992, Daun 1993, Miron 1992, Walford 1989 og Telhaug 1994). Hugmyndir um nýskipan skólamála má draga saman í stórum dráttum: Skapa skal samkeppni milli kennara í hverjum skóla með því að umbuna þeim sem ná góðum árangri í starfi, t.d. með ákveðnu framgangskerfi, hærri launum eða öðrum fríðindum. Efla skal samkeppni milli skóla um nemendur; fá skólana til að skapa sér sér- stöðu (prófíl) og dreifa aðgengilegum upplýsingum um þessa sérstöðu sína þannig að foreldrar og nemendur eigi auðveldara með að velja skóla við hæfi. Lögð er áhersla á breytta kennaramenntun. Við inntöku í kennaranám skal tekið meira mið af persónulegum eiginleikum umsækjenda sem taldir eru mikil- vægir í kennarastarfinu. Draga á úr of mikilli fræðilegri umfjöllun um kennslu og kennslufræði en auka vægi og kennslu í grundvallarnámsgreinum skólanna, svo sem móðurmáli, stærðfræði og tungumálum auk þess sem lögð er meiri áhersla á nám á vettvangi. Auknar kröfur eru gerðar um hæfni kennarans og meira gert úr reynslu starfandi kennara í kennaranáminu. f næstu köflum verður fjallað um afmarkaða þætti sem eru einkennandi fyrir hugmyndafræði markaðshyggjunnar og athugað nánar hvernig hugmyndafræðin hefur verið útfærð í ólíkum löndum. SAMKEPPNI MILLI KENNARA Launagreiðslur í samræmi við árangur er ekkert nýtt í bandarísku skólakerfi. Menntunarfræðingarnir Murnane og Cohen (1986) hafa m.a. skoðað út frá hag- fræðilegu sjónarhorni hvernig þetta launakerfi hefur reynst og þróast í bandarísku menntakerfi. Árið 1918 var þessi aðferð við launagreiðslur notuð í 48% skólaum- dæma í Bandaríkjunum. Árið 1928 var hlutfallið komið niður í 18%, 1960 í 10% og um 1980 var hlutfallið um 1%. Lítið er vitað um framkvæmdina fyrstu árin annað en að þetta fyrirkomulag gekk ekki upp. Murnane og Cohen (1986:2-3) telja skýr- inguna á því hvers vegna þessu var hætt ekki að finna í andstöðu fagfélaga því kerfið var fyrst lagt niður í skólaumdæmum þar sem ekki voru starfandi fagfélög. Á þessu hljóta að vera aðrar skýringar. Þeir telja að skýringanna sé m.a. að leita í uppbyggingu og eðli launakerfa þar sem árangur hefur áhrif á launagreiðslur. Kostir og gallar eru samfara því að miða launagreiðslur við árangur í starfi. Vandinn er m.a. sá að erfitt getur verið að mæla árangur en hins vegar getur árang- 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.