Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 67
GUNNAR E. FINNBOGASON
sem hafa frelsi til að velja uni inntak, vinnuaðferðir og skóla, meðan framleiðendur
- einstakir skólar - þurfa að keppa um nemendur með því að bjóða fram áhugaverð
námstilboð og sýna fram á að þau séu árangursrík. Til þess að standa sig í sam-
keppninni verða skólarnir að hafa skapandi og duglega kennara og bjóða góð laun
og góðar aðstæður til að ná þeim til sín. Þetta fyrirkomulag kallar á aukna sam-
keppni milli kennara (sjá Ahlström 1992a og Weiler 1989).
Þessar hugmyndir hafa einkennt þróun mála á Englandi og í Bandaríkjunum
öðrum löndum fremur. Þessi þróun hefur gjarnan verið kennd við kerfisbreytingu
(restructuring / omstrukturering) og er þá átt við breytingar sem hafa einkennst af
aukinni valddreifingu, auknu valfrelsi og einkavæðingu skólakerfisins (sjá Papagi-
annis o.fl. 1992, Daun 1993, Miron 1992, Walford 1989 og Telhaug 1994).
Hugmyndir um nýskipan skólamála má draga saman í stórum dráttum:
Skapa skal samkeppni milli kennara í hverjum skóla með því að umbuna þeim
sem ná góðum árangri í starfi, t.d. með ákveðnu framgangskerfi, hærri launum eða
öðrum fríðindum.
Efla skal samkeppni milli skóla um nemendur; fá skólana til að skapa sér sér-
stöðu (prófíl) og dreifa aðgengilegum upplýsingum um þessa sérstöðu sína þannig
að foreldrar og nemendur eigi auðveldara með að velja skóla við hæfi.
Lögð er áhersla á breytta kennaramenntun. Við inntöku í kennaranám skal
tekið meira mið af persónulegum eiginleikum umsækjenda sem taldir eru mikil-
vægir í kennarastarfinu. Draga á úr of mikilli fræðilegri umfjöllun um kennslu og
kennslufræði en auka vægi og kennslu í grundvallarnámsgreinum skólanna, svo
sem móðurmáli, stærðfræði og tungumálum auk þess sem lögð er meiri áhersla á
nám á vettvangi. Auknar kröfur eru gerðar um hæfni kennarans og meira gert úr
reynslu starfandi kennara í kennaranáminu.
f næstu köflum verður fjallað um afmarkaða þætti sem eru einkennandi fyrir
hugmyndafræði markaðshyggjunnar og athugað nánar hvernig hugmyndafræðin
hefur verið útfærð í ólíkum löndum.
SAMKEPPNI MILLI KENNARA
Launagreiðslur í samræmi við árangur er ekkert nýtt í bandarísku skólakerfi.
Menntunarfræðingarnir Murnane og Cohen (1986) hafa m.a. skoðað út frá hag-
fræðilegu sjónarhorni hvernig þetta launakerfi hefur reynst og þróast í bandarísku
menntakerfi. Árið 1918 var þessi aðferð við launagreiðslur notuð í 48% skólaum-
dæma í Bandaríkjunum. Árið 1928 var hlutfallið komið niður í 18%, 1960 í 10% og
um 1980 var hlutfallið um 1%. Lítið er vitað um framkvæmdina fyrstu árin annað
en að þetta fyrirkomulag gekk ekki upp. Murnane og Cohen (1986:2-3) telja skýr-
inguna á því hvers vegna þessu var hætt ekki að finna í andstöðu fagfélaga því
kerfið var fyrst lagt niður í skólaumdæmum þar sem ekki voru starfandi fagfélög.
Á þessu hljóta að vera aðrar skýringar. Þeir telja að skýringanna sé m.a. að leita í
uppbyggingu og eðli launakerfa þar sem árangur hefur áhrif á launagreiðslur.
Kostir og gallar eru samfara því að miða launagreiðslur við árangur í starfi.
Vandinn er m.a. sá að erfitt getur verið að mæla árangur en hins vegar getur árang-
65