Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 72

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 72
SKOLASTARF OG MARKAÐSLOGM Á LIN og telja sig hafa verið beitta misrétti. Vinnuandi í slíkum skóla getur ekki orðið góður og það er erfitt fyrir starfsmenn hans að hækka menntunarstig skólans af eigin rammleik. Eini möguleikinn er að eldri starfsmenn hætti störfum og nýir séu ráðnir í staðinn sem gætu aukið trú á skólanum. Þeir kennarar, sem orðnir eru þreyttir, hugmyndasnauðir og framtakslausir, séu látnir víkja fyrir kennurum sem hafi þessa eiginleika til að bera. Einnig hafa komið fram hugmyndir um að sam- hliða ríkisskólum megi reka einkaskóla. Þessi hugmynd ætti ekki að vera okkur framandi þar sem við höfum einkaskóla hér á landi, eins og t.d. Miðskólann og Tjarnarskólann. Hugmyndir um úrvalsskóla (elítuskóla) hafa einnig komið fram en þær eru ekki nýjar. Söderström telur að skólar eigi að hafa frelsi til að ákveða hvort þeir vilji vera almennir skólar eða úrvalsskólar. Urvalsskólar fengju ekki fé frá ríkinu; í stað þess fengju þeir að ráða inntökunni sjálfir og fjölda nemenda. Þeir foreldrar, sem vildu fjárfesta í menntun barna sinna, ættu að hafa möguleika á lánum til að standa straum af kostnaði námsins. Með öðrum orðum er það ekki námsgeta og hæfileikar viðkomandi sem skipta mestu máli heldur greiðslugeta. Enda fái þeir sem menntast við slíkar stofnanir aðgang að góðum og tekjuháum stöðum í samfélaginu. Söderström telur að skólar, sem reknir eru fyrir ríkisfé, ættu að geta nýtt sér einkafjármagn í auknum mæli, t.d. í formi skólagjalda. Slíkt gæfi aukin tækifæri á fjölbreytilegum námstilboðum, fyrir utan hina hefðbundnu ramma, sem annars væri ekki hægt að bjóða upp á, eins og kvöldkennslu, stuðningskennslu, ólík val- námskeið o.s.frv. Nemendur eiga að hafa tækifæri til að kaupa þessa valkosti, heldur hann áfram. Auk þess sem slík tilhögun hefði áhrif á aðra skóla sem tækju upp skólagjöld til að geta bætt og aukið kennsluna. Meginrökin fyrir aukningu á einkafjármagni í skólakerfinu eru þau að slíkt fyrirkomulag auki kostnaðarvitund nemenda og þeir fari að fylgjast betur með framkvæmd skólastarfsins og vera gagnrýnni á meðferð eigin fjár. Söderström bendir á að þeir sem notfæri sér þetta kerfi séu þeir sem eigi fjármagn eða ráði yfir menningarlegu „kapitali" (Callewart 1992 og Broady 1991). Þetta sama fólk hefði hvort sem er sent börnin sín í dýrt háskólanám til að opna sem flesta möguleika á góðu og gefandi starfi síðar meir. Þegar hugmyndafræði Söderström er borin saman við þá stefnu sem mótuð var við setningu nýrra grunnskólalaga 1974, kemur í ljós að hún gengur þvert á þá stefnumörkun. Sú stefna endurspeglast í slagorðinu skóli fyrir alla. Námsgeta átti ekki eingöngu að ráða við námsaðgreiningu, búseta átti ekki að standa í veginum fyrir möguleikum á framhaldsnámi og félagsleg og menningarleg staða foreldra átti ekki að koma í veg fyrir áframhaldandi nám. Talsmenn þeirra hugmynda, sem kynntar hafa verið hér að framan, telja að mistekist hafi að skapa jöfnuð með skólakerfinu. Viðurkenna þurfi að þeir getulitlu nái sér ekki á strik í skólanum hvað svo sem gert sé og að ekki eigi að dylja lengur flokkunar- og skilvinduhlutverk skólans, heldur festa það í sessi. Hvað sem okkur sýnist um þessar hugmyndir sem hér hafa verið raktar er Ijóst að óraunhæft er að ganga einvörðungu út frá námsárangri nemenda við gæðamat á skólum. Þegar rætt er um samkeppni milli kennara, er einnig mjög erfitt að meta 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.