Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 75

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 75
GUNNAR E. FINNBOGASON Það sem er sérstaklega áhugavert er að sjá hvernig skólastofnanir laga sig að samn- ingsstjórnun. Hugtökin, sem beitt er, eru sótt í heim fyrirtækja og framleiðslu og snúast um framleiðni, gæði á vöru og þjónustu, kaup og sölu á þjónustu og starfsemi. í skólastarfi er fengist við fólk þannig að aðlaga þarf hugtökin að því starfi sem fram fer í skólanum. Kvennaskólinn í Reykjavík tekur þátt í þróunarstarfi þar sem nokkrar ríkisstofnanir hafa gert þjónustusamning til reynslu. I samningi skólans segir: Meginmarkmið samningsins er aukin fagmennska í starfi Kvennaskólans, aukin pjónusta við nemendur og bætt upplýsingakerfi hmanhúss og út á við. Á samn- ingstímanum tekur Kvennaskólinn að sér að skilgreina fyrir menntamálaráðu- neytið staðla og mælikvarða við mat á skólastarfi, jafnframt því sem mat verður lagt á starfsemi skólans (Samningur milli menntamálaráðuneytisins og Kvenna- skólans íReykjavík 1995:2). Ahugavert verður að fylgjast með hvernig Kvennaskólanum tekst að vinna með þessar nýju hugmyndir og hvaða áhrif það kann að hafa á skólastarfið. Með þjónustusamningi er verið að stuðla að aukinni samkeppni milli stofnana, sem veita sambærilega þjónustu, og auka svigrúm til athafna. Auk þessa er verið að auka sjálfstæði stofnana í innri málum hvað snertir skipulag og fjármál og um leið er dregið úr ytri stýringu. Starfsemi stofnana skal metin með hliðsjón af gæðum, allt innra mat er aukið, bæði sjálfsmat einstakra kennara og mat á starfsemi skólans í heild. Stofnanir sem gangast undir fyrirkomulag samningsstjórnunar fá aukið frelsi í innra starfi gegn mælanlegum árangri á pjónustusviði sínu. Lykilorðin eru: mæl- anlegur árangur (Aðalsteinn Eiríksson 1995:71). I þessu fyrirkomulagi má greina hugmyndir um samkeppni, valddreifingu og aukið sjálfræði sem talið er geta aukið gæði, skilvirkni og árangur í skólastarfi. Mikilvægt er að sjá hvernig Kvennaskólanum tekst að vinna með þessum nýja hætti og hvað komi til með að standa í vegi fyrir framkvæmdinni. NIÐURLAG Ekki verður lengur hjá því komist að meta árangur af skólastarfinu og það hefur enga þýðingu lengur að segja að slíkt sé ekki hægt. Veruleikinn er sá að samkeppni um fjárveitingar hefur harðnað og aukist. Skólinn verður í auknum mæli í framtíð- inni að keppa við aðrar stofnanir um sífellt minni fjárveitingar. Eðlilegt er að spurt sé í hvað peningarnir fara. Meira er nú talað um aukin gæði, gæðamat og gæða- öryggi, sérstaklega í þjónustu- og framleiðslugreinum. Gæðahugtakið hefur fengið ákveðna merkingu og innihald í þessum starfsgreinum. Mikilvægt er því að velta fyrir sér hvort og þá hvernig nota megi hugtakið í skólastarfi. I iðnaði þýðir gæða- starf að reynt er að halda sig við skilgreindar kröfur og staðla. Gæðaöryggi byggir á öllum tiltækum ráðum til að tryggja að gæðakröfur standist. Innan skólans verður að nálgast gæðahugtakið með því að finna þau viðmið (gæðavísa) sem við getum sameinast um að kalla gæðamenntun þannig að mögu- 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.