Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 76

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 76
SKOLASTARF OG MARKAÐSLOGMALIN Iegt verði að ræða málin út frá sameiginlegum forsendum og grundvelli. Áður en þessu marki er náð er erfitt að leggja mat á árangur í skólastarfi. Meiri áhersla á lýðræðislega stjórnunarhætti hefur aukið meðvitund fólks um réttinn að setja fram kröfur. Þetta hefur þýtt að foreldrar hafa í ríkari mæli en áður sett fram kröfur á hendur skólanum um opnari kennsluhætti. Áhugi foreldra hefur ekki einvörðungu beinst að námsárangri barna sinna heldur einnig að starfsemi skólans í heild. Krafan um að skólinn verði opnari og krafan um gæðamat á skóla- starfsemi kemur úr mörgum áttum og af mismunandi ástæðum. Vandinn er hvernig á að mæta þessum kröfum. Áhugavert er að fylgjast með þróunarstarfi Kvennaskólans í Reykjavík sem vinnur að því að þróa „gæðavísa" eða mælikvarða (viðmið) á góðan skóla. Vandinn við að velja viðmið í umbótastarfi er mikill og gera má ráð fyrir að hluti umbótastarfs fari í að finna viðmið, með því að endurtaka kannanir og auka rannsóknir á eigin starfi. Þegar lagt er mat á þær afleiðingar sem hugmyndafræði frjáls- og markaðs- hyggju getur haft á framkvæmd og uppbyggingu skólastarfs, má nefna nokkra þætti. - Hætta er á því að bilið á milli kennara og skólastjórnenda aukist þar sem skólastjórnendur þurfa í auknum mæli að hugsa um hið fjárhagslega, oft á kostnað hins faglega. Hætta er á að spenna skapist á milli efna- hagslegra og faglegra þátta. - Til að laða að nemendur þarf að bjóða upp á spennandi viðfangsefni en hætta er á að valin séu áhugaverð viðfangsefni á kostnað gæða og vel skilgreindra markmiða. - Eftirsóknarvert verður að sækjast eftir getumiklum nemendum þar sem skólinn vill sýna fram á góðan árangur. Sérstaklega er þetta mikilvægt þegar árangur skólanna er metinn. Þeir nemendur, sem ekki standa sig vel, eiga erfitt uppdráttar. - Skólar, sem tapa nemendum, reyna að fá til sín góða kennara sem eru líklegir til að halda í nemendur. Þeir kennarar, sem ekki standa sig í þessari samkeppni, missa vinnuna. En hver metur gæði kennslunnar og hæfni kennara? Hver setur viðmiðin? Þar hljóta sjónarmið kennara og kennarasamfélagsins að vega þungt. Aukin samkeppni milli kennara getur komið niðri á allri samvinnu. Það er mjög mikilvægt í öllu skólastarfi að kennarar vinni vel saman en hörð samkeppni getur komið í veg fyrir þetta mikilvæga markmið. Samkvæmt markaðshyggjunni er hver einstaklingur best til þess fallinn að velja það sem honum gagnast best og hentar hverju sinni. Þess vegna á einstaklingurinn sjálfur að velja. Sú spurning vaknar hvort allir foreldrar séu jafn vel í stakk búnir að velja námsleiðir og skóla við hæfi barna sinna. Félagsleg og fjárhagsleg staða fjölskyldna er misjöfn og þessi ólíka staða getur endurspeglast í möguleikum fólks til að velja námsleiðir fyrir börnin sín. Tryggja þarf því með löggjöf að nemendur sitji við sama borð hvað valmöguleika áhrærir. 74
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.