Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 83

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 83
JÓN SIGURÐSSON Skilgreina verður hver „markaður" slíkrar stofnunar er. Er hann einstakling- arnir í námsmannahópnum, fjölskyldur og forráðamenn þeirra, væntanlegir vinnu- veitendur, samfélagið í heild, eða jafnvel eigin starfsmenn stofnunarinnar sjálfrar, kennararnir og rannsóknarmennirnir? Þá er miðað við þekkt sjónarmið viðskipta- lífsins en á því sviði hefur þetta hugtak ekki síst verið notað um mælistiku árangurs og brennidepil athygli og eftirsóknar í starfseminni. Þessi mælistika getur einnig verið samsett af öðrum þáttum og aðiljum. Þessu viðfangsefni tengist skilgreining á markhópi eða markhópum stofnunar- innar. Hverjir eru þeir eiginleikar væntanlegra námsmanna sem einkum er leitað að: aldur, fyrri skólaganga, lífsreynsla eða önnur einkenni? Enn fremur þarf að skil- greina við hvað er miðað „fram undan", þ.e. hver er áætlaður eða fyrirhugaður starfs- og lífsferill námsmanna í framtíðinni. I þessu efni skiptir máli hvers konar vinnustaði, starfsferil, skyldustörf o.þ.h. í framtíð menn hafa í huga í fræðslu- starfinu. Spurt verður hver greiðir kostnað stofnunarinnar. Þá er einkum átt við ríkis- valdið eða samfélagið í einhverri annarri mynd, námsmennina sjálfa eða aðstand- endur þeirra, eða einhverja aðra aðilja. Afram verður spurt hver ákveður hvað greiða skuli og hvaða kostnað skuli viðurkenna og hvern ekki. Ákveður greið- andinn þetta, eða einhver annar? Og enn verður spurt í svipuðum anda hvernig verðleggja eigi þjónustu stofn- unarinnar. Vitað er t.d. að svonefndur „einingarkostnaður" og „jaðarkostnaður" (á ensku: marginal cost) skiptir oftlega takmörkuðu máli þegar verið er að meta fræðslukostnað eins eða örfárra einstaklinga til viðbótar á starfandi námsbraut fræðslustofnunar. Þá er og spurt hvernig á að tryggja að allt verði raunverulega greitt þegar um það sem hagfræðingar kalla „samgæði" er að ræða að einhverju eða jafnvel miklu leyti og ekki er unnt að hindra tiltölulega frjálsan aðgang að „gæð- unum". Eða skipta slíkar greiðslur e.t.v. ekki máli? Hingað til hafa menn jafnvel ekki talið sig einu sinni þurfa að vita neitt um þetta. í matsgerðum verður að fjalla nokkuð um það hve mikla þjónustu stofnunin á að veita, hve mörgum, hve lengi og að hve miklu marki. Þá verður spurt hvað sé nægileg þjónusta, námsaðstoð, ráðgjöf, leiðsögn og kennsla, og hvað er ófullnægj- andi þjónusta, og hvað er prýðileg eða frábær þjónusta? Þekkt er að erfitt getur reynst að ákvarða mörkin milli hæfilegrar leiðsagnar og þeirrar nauðsynjar náms- mannsins að „læra af mistökum" og „hafa eitthvað fyrir þessu sjálfur". Atriði sem þessu tengist er spurningin hvernig greina skuli sértækan kostnað stofnunarinnar frá almennum og sérstökum kostnaði samfélagsins, og hvernig greina skuli sértækar tekjur stofnunarinnar frá tekjum samfélagsins. Hvers konar kostnaðar- og nytjagreining getur upplýst framlag og skerf stofnunarinnar til þeirra sem hún á að þjóna, eða öfugt? Þegar fjallað er um áhrif út fyrir stofnunina sjálfa og nánasta umhverfi og markhópa hennar beinist athyglin að svonefndum úthrifum (á ensku: externalities), og ef litið er til framtíðar má nota hugtakið „langtíma-úthrif". Máli skiptir hver eru eða verða úthrifin af starfsemi fræðslustofnunarinnar, hver verða langtíma-úthrifin að líkindum, og hver skuldar hverjum eða á inni hjá hverjum þegar allt kemur til alls. Til skamms tíma hafa spurningar af þessu tagi 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.