Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 90
GÆÐAMAT í HÁSKÓLASTARFI
um „frekari aðgerðir" eiginlega verið frestað til framtíöarinnar, og alls ekki minnst
á „viðurlög". Meginverkefnið á þessu stigi er að fá fram rækilegt og ýtarlegt sjálfs-
mat og sjálfsúttekt stofnana og að fjalla um þann grundvöll á vandaðan fræðilegan
og umbótahvetjandi hátt.
„Gæði" í þessu verkefni eru skilgreind sem uppfylling eigin væntinga og
stefnumiða, eigin óska og krafna stofnunarinnar. Lögð er áhersla á að stofnunin
leggi fram skipulagsheimildir, reglugerðir o.þ.h. sem kveða á um þessi markmið og
þau sjónarmið sem mestu eru talin skipta. Alveg sérstök áhersla er á það lögð í
heimildum um slík verkefni að matsaðili leggur ekki upp með fyrir fram ákveðin
sjónarmið um gæði eða mælistikur sem ákveðnar hafa verið fjarri stofnuninni. Að
sama skapi er til þess ætlast að stjórnendur og starfsmenn stofnunarinnar vandi vel
og rækilega skýrslu sína og greinargerðir enda er þar að finna grundvöll verk-
efnisins.
Akademískt gæðamat og úttekt á starfsemi fræðslustofnunar felur í sér mat á
kennslunni og á rannsóknarverkefnum, svo og á stjórnsýslu og stjórnskipulagi stofn-
unarinnar og skilvirkni þess. Fjallað er um skipulagsheimildir, starfsreglur og um
forsendur kennara og námsmanna eins og þær birtast í menntun, starfsreynslu o.fl.
Þá er reynt að grafast fyrir um innbyrðis tengsl allra þessara þátta. Raktar eru náms-
lýsingar, kennsluaðferðir, námsgögn, gerð verkefna og prófa og námsmat. Tengsl og
staða stofnunarinnar eru könnuð. Lagt er mat á ákvarðanaferli og verklagsreglur.
Fleiri atriði koma til álita og er þá gerð grein fyrir hverju um sig í upphaflegum
samningi um verkefnið. Þess eru dæmi að hver kennari og rannsóknarmaður þurfi
að gera eigin skýrslu fyrir sig sjálfan, verkefni sín og markmið, úrbætur og þróun-
arstefnu, auk sameiginlegrar skýrslugerðar á vegum stofnunarinnar. Enn fremur
eru þess dæmi að stofnun þurfi sérstaklega að taka fram hvað hún sjálf telur „best"
hjá sér og „verst" og hvað hún telur „betra en hjá öðrum" og þá hverjum og hvað
„verra en hjá öðrum" að eigin mati.
Ekki er ætlunin á þessu stigi eða því tímabili sem nú líður að fjalla um opinbera
viðurkenningu eða vottun til eða frá heldur um fram allt annað að hvetja og örva til
umbóta og framfara. A sama hátt er ekki ráð fyrir því gert að gæðamat leiði til
breytinga á opinberri fyrirgreiðslu, fjárveitingum eða öðru slíku.
Ymist er stofnun metin ein sér eða í tengslum við mat á öðrum sambærilegum
stofnunum. Af hálfu Evrópusambandsins er alveg ljóst að stefnt verður einnig að
því að nota akademískt gæðamat og úttektir sem verkfæri við almenna samræm-
ingu og gagnkvæmar vottanir skólagöngu og prófgráðna. Að undanförnu hefur
einmitt mikið verið unnið á vettvangi Evrópusambandsins að undirbúningi sam-
ræmdra reglna um vottun náms og prófa í ólíkum skólakerfum aðildarlanda.
Það er til marks um hraða þróun um þessar mundir að haustið 1995 var enn
fengin ný reynsla á þessu sviði hérlendis, með skýrslum sem birtar voru um
nýlegar úttektir á Bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla íslands annars vegar
og á Byggingartæknifræði við Tækniskóla Islands hins vegar (European Pilot Projects
1995 a og b).
Undir árslok 1995 var hafinn undirbúningur að væntanlegri úttekt á viðskipta-
og rekstrarfræðamenntun við Viðskiptaskor Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla
88