Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 90

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 90
GÆÐAMAT í HÁSKÓLASTARFI um „frekari aðgerðir" eiginlega verið frestað til framtíöarinnar, og alls ekki minnst á „viðurlög". Meginverkefnið á þessu stigi er að fá fram rækilegt og ýtarlegt sjálfs- mat og sjálfsúttekt stofnana og að fjalla um þann grundvöll á vandaðan fræðilegan og umbótahvetjandi hátt. „Gæði" í þessu verkefni eru skilgreind sem uppfylling eigin væntinga og stefnumiða, eigin óska og krafna stofnunarinnar. Lögð er áhersla á að stofnunin leggi fram skipulagsheimildir, reglugerðir o.þ.h. sem kveða á um þessi markmið og þau sjónarmið sem mestu eru talin skipta. Alveg sérstök áhersla er á það lögð í heimildum um slík verkefni að matsaðili leggur ekki upp með fyrir fram ákveðin sjónarmið um gæði eða mælistikur sem ákveðnar hafa verið fjarri stofnuninni. Að sama skapi er til þess ætlast að stjórnendur og starfsmenn stofnunarinnar vandi vel og rækilega skýrslu sína og greinargerðir enda er þar að finna grundvöll verk- efnisins. Akademískt gæðamat og úttekt á starfsemi fræðslustofnunar felur í sér mat á kennslunni og á rannsóknarverkefnum, svo og á stjórnsýslu og stjórnskipulagi stofn- unarinnar og skilvirkni þess. Fjallað er um skipulagsheimildir, starfsreglur og um forsendur kennara og námsmanna eins og þær birtast í menntun, starfsreynslu o.fl. Þá er reynt að grafast fyrir um innbyrðis tengsl allra þessara þátta. Raktar eru náms- lýsingar, kennsluaðferðir, námsgögn, gerð verkefna og prófa og námsmat. Tengsl og staða stofnunarinnar eru könnuð. Lagt er mat á ákvarðanaferli og verklagsreglur. Fleiri atriði koma til álita og er þá gerð grein fyrir hverju um sig í upphaflegum samningi um verkefnið. Þess eru dæmi að hver kennari og rannsóknarmaður þurfi að gera eigin skýrslu fyrir sig sjálfan, verkefni sín og markmið, úrbætur og þróun- arstefnu, auk sameiginlegrar skýrslugerðar á vegum stofnunarinnar. Enn fremur eru þess dæmi að stofnun þurfi sérstaklega að taka fram hvað hún sjálf telur „best" hjá sér og „verst" og hvað hún telur „betra en hjá öðrum" og þá hverjum og hvað „verra en hjá öðrum" að eigin mati. Ekki er ætlunin á þessu stigi eða því tímabili sem nú líður að fjalla um opinbera viðurkenningu eða vottun til eða frá heldur um fram allt annað að hvetja og örva til umbóta og framfara. A sama hátt er ekki ráð fyrir því gert að gæðamat leiði til breytinga á opinberri fyrirgreiðslu, fjárveitingum eða öðru slíku. Ymist er stofnun metin ein sér eða í tengslum við mat á öðrum sambærilegum stofnunum. Af hálfu Evrópusambandsins er alveg ljóst að stefnt verður einnig að því að nota akademískt gæðamat og úttektir sem verkfæri við almenna samræm- ingu og gagnkvæmar vottanir skólagöngu og prófgráðna. Að undanförnu hefur einmitt mikið verið unnið á vettvangi Evrópusambandsins að undirbúningi sam- ræmdra reglna um vottun náms og prófa í ólíkum skólakerfum aðildarlanda. Það er til marks um hraða þróun um þessar mundir að haustið 1995 var enn fengin ný reynsla á þessu sviði hérlendis, með skýrslum sem birtar voru um nýlegar úttektir á Bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla íslands annars vegar og á Byggingartæknifræði við Tækniskóla Islands hins vegar (European Pilot Projects 1995 a og b). Undir árslok 1995 var hafinn undirbúningur að væntanlegri úttekt á viðskipta- og rekstrarfræðamenntun við Viðskiptaskor Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla 88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.