Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 96

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 96
SÉRKENNSLA OG UMBÆTUR Í SKÓLASTARFI skóla sem skal haga störfum sínum í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins? Lögin kveða skýrt á um að í kennslu og öðru starfi skólanna skuli koma í veg fyrir mismunun vegna uppruna, kyns, búsetu, stéttar, trúarbragða eða fötlunar, sbr. 29. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995. I umfjöllun minni hér á eftir viðra ég þá skoðun mína að í raun lúti sérkennsla sömu lögmálum og öll góð almenn kennsla. Réttur allra barna til náms er tryggður í lögum og reglugerð bætir engu þar við. Ég tel að reglugerð um sérkennslu sé í þversögn við markmið grunnskólalaga, hún leiði fremur til aðgreiningar en blönd- unar. Setning reglugerðar um sérkennslu er því óþörf og í hrópandi ósamræmi við ákvæði nýrra Iaga um blöndun fatlaðra nemenda í almennt skólastarf. GRUNNSKÓLI FYRIR ALLA A síðustu tveim áratugum hefur mikil fagleg umræða átt sér stað um blöndun nemenda með sérþarfir í almennt skólastarf og talsverð þróun orðið í þá átt í íslenskum grunnskólum. Með fyrstu grunnskólalögunum var kveðið á um að ríki og sveitarfélög skyldu sameiginlega halda skóla fyrir öll börn á aldrinum 7-16 ára. í óbreyttri markmiðsgrein laganna, allt frá þeim tíma, segir að skólinn skuli haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að al- hliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Rétt er að úr lögunum mátti lesa að allir þýddi í raun ekki allir því í 50. gr. laganna voru börn, sem talin voru „víkja frá eðlilegum þroskaferli, aðgreind frá öðrum nemendum og skyldu þau fá kennslu utan almennra bekkjardeilda skólans eða á sérstofnun og sérmenntaðir kennarar annast kennslu þeirra. I reglugerð um sérkennslu, sem sett var 1977, er skýrar kveð- ið á um það að grunnskólinn sé blandaður skóli en þar segir í 1. gr. að megin- stefnan skuli vera sú: að sem flestir nemendur stundi nám í almennum grunnskóla sem veiti peim sér- kennslu og uppeldislega meðferð við peirra hæfi í sem nánustum tengslum við aðra kennslu og almennt skólastarf (Reglugerð um sérkennslu 270/1977). Arið 1990 var gefin út ný reglugerð um sérkennslu en í henni var enn frekar hert á því ákvæði að grunnskólinn skuli laga starf sitt að þroska allra nemenda sinna þannig að hver nemandi fái kennslu við hæfi. Þetta viðhorf endurspeglast í lögum um grunnskóla sem sett voru árið 1991 en í 53. grein þeirra laga er undirstrikaður réttur fatlaðra til „kennslu við sitt hæfi skv. 2. gr. og að meginstefnan skuli vera sú að kennslan fari fram í heimaskóla. Þetta þýðir í raun að skólinn er blandaður skóli, þ.e. þar skulu allir nemendur skólahverfisins fá kennslu, og hefur markmiðsgreinin staðið af sér allar breytingar á grunnskólalögum til þessa. Enda þótt togast hafi verið á um hvert hlutverk skólans eigi að vera hefur meginþorri kennara og almennings verið sammála því markmiði að leitast skuli við að kennsla allra barna fari fram í heimaskóla. Hins vegar hefur menn greint á um það með hvaða hætti það skuli vera og hversu langt skuli gengið í blönduninni. I skólastefnu Kennarasambands íslands (1996) er áhersla lögð á að allir nem- endur á grunnskólaaldri eigi kost á námi við sitt hæfi í heimaskóla og því beri kennurum að laga starf sitt að einstaklingum, m.a. með gerð einstaklingsnámskrár. 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.