Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 97

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 97
TRAUSTI ÞORSTEINSSON í rannsókn Sigríðar Valgeirsdóttur á sérkennslu, er gerð var árið 1990, töldu yfir 90% kennara á öllum skólastigum þátttöku nemenda með sérþarfir í almennu skólastarfi æskilega (Sigríður Valgeirsdóttir 1992). Þessi niðurstaða er athyglisverð í ljósi upplýsinga úr óbirtri viðhorfskönnun, sem gerð var árin 1995 og 1996 meðal 218 kennara í 11 skólum víðs vegar um landið, þar sem 39% þeirra, er afstöðu tóku, töldu víst að það væri almennur vilji kennara að bekkjarkennarar þyrftu ekki að sinna sér- og stuðningskennslu. Þar að auki töldu 29% kennara þetta eiga við um meira en helming allra kennara (Guðmundur Þór Asmundsson 1996). Þegar þessar niðurstöður eru lagðar saman segja þær talsverða sögu um hvern- ig kennarar líta á hlutverk sitt og þá aðgreiningaráráttu sem ríkt hefur í starfi grunnskólanna. Kennarar samþykkja blöndun að því marki að nemendur með sérþarfir gangi í almenna skóla en hafi þar sérstöðu, fái kennslu utan almennra bekkjardeilda eða séu með öðrum hætti á ábyrgð sérkennara. Þeir líta svo á að vandamálið sé nemandans fremur en bekkjarkennarans eða skólans. Afstaða kenn- ara kemur ekki á óvart því að lög um grunnskóla, lög um starfsheiti og starfsrétt- indi kennara og reglugerð um sérkennslu hafa talið þeim trú um að það sé ekki á þeirra færi að annast slíka kennslu. Til þess þurfi kennarar eins til tveggja ára við- bótarmenntun. Grunnskólinn á að veita nemendum uppeldi og fræðslu. I Aðalnámskrá grunn- skóla (1989) segir að uppeldi sé hjálp til þroska og aðlögunar. í því felist að hafa áhrif á börn og unglinga með það að markmiði að þau temji sér ákveðna siði og venjur. Með fræðslu sé hins vegar átt við miðlun þekkingar og þjálfun í að afla hennar og að gefa nemendum kost á margháttaðri reynslu sem þeir geta lært af. Uppeldis- og fræðsluhlutverk skólans felst þannig í því að miðla þekkingu, þroska hugsun, athöfn og tilfinningar nemenda og kenna þeim að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og sýna öðrum tillitssemi. Þetta á jafnt við um alla nemendur. Michael Fullan telur að skóli hafi a.m.k. tvennan tilgang: Að efla hjá nemandanum margvíslega pekkingu ogfærni, bóklega og vitsmunalega, og gefa peim kost á að proska sig sem einstaklinga og félagsverur svo peir eigi greiðan aðgang að atvinnu- og félagsh'fi samfélagsins. ... Auk pessara tveggja markmiða, sem sjálfsögð eru í lýðræðisríkjum, skal stefnt að pví að tækifærin bíði allra jafnt og pátttaka í viðfangsefnum pjóðfélagsins. John Dewey (1916) orðaði pað svo að allir fengju „tækifæri til að brjóta af sér takmarkanir félagshópsins sem uppruninn hlekkjar fólk við (Fullan 1991:14, þýtt hér). Til að ná markmiðum skólans þurfa ekki endilega allir nemendur að fást við sömu námsviðfangsefni eða fá sömu kennslu. Námskrá nemenda og sérstök viðfangsefni, sem þaðan eru fengin, verða að miðast við þarfir hvers og eins. A skyldunámsstigi er mikilvægt að vinnuaðferðir og viðfangsefni í grunnskólum séu fjölbreytileg. Sjálfstæð hugsun nemenda mótast ekki síst af fjölbreytni í námi og þeirri reynslu sem þeir öðlast í samvinnu við aðra. Það er ekki síður mikilvægt fyrir fatlaða einstaklinga að eiga þess kost að nema ýmsar samskiptareglur með umgengni við aðra nemendur. A þann hátt skapast möguleiki til að rjúfa þær takmarkanir sem fötlun þeirra gjarnan leiðir af sér og þeir fá tækifæri eins og aðrir nemendur til að rækta þá frjóanga í sálu sinni sem leiða til aukins vaxtar og þroska. 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.