Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 99

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 99
TRAUSTI ÞORSTEINSSON viðhorfum og aðstæðum á hverjum stað. Ef reglugerð um sérkennslu er skoðuð má sjá að fyrstu tvær greinar hennar lúta að almennum markmiðum grunnskólans sem ættu að vera yfirskrift almennrar námskrár. Önnur atriði lúta að útfærslu og hag- nýtum atriðum sem eðlilegt er að fjallað væri um í Aðalnámskrá í kafla um nám og kennslu, enda er þar fjallað um sérkennslu. I upphafsgrein þess kafla segir m.a.: I skólastarfi á að ríkja fjölbreytni í vinnubrögðum. Við val á kennsluaðferðum og viðfangsefnum verður að taka tillit til markmiða sem stefnt er að, aldurs, þroska og getu nemenda sem í hlut eiga hverju sinni, eðlis viðfangsefnis og námsumhverfis. Kennarar bera faglega ábyrgð á að velja heppilegustu leiðirnar til að ná markmið- unum (Aðalnámskrá grunnskóla 1989:15). Þriðju þversögnina er síðan að finna í lögum um lögvemdun á starfsheiti og starfs- réttindum kennara 48/1986. Þar segir að til að geta verið fastráðinn kennari nemenda með sérþarfir í almennum grunnskólum skuli kennari hafa lokið 30-60 námsein- ingum í sérkennslufræðum. Með þessu ákvæði er að mínu viti enn stuðlað að að- greiningu ákveðins hóps nemenda í starfi grunnskólans. Almennur kennari á að hafa tæknina á valdi sínu en vantar þjálfun í að umgangast og fást við nemendur með sérþarfir, þjálfun sem best lærist á vettvangi með sama hætti og önnur starfsþjálfun. Hafa skal í huga að kennari, sem nær árangri t kennslu nemenda án sérþarfa, hefur ftdla burði til að ná árangri í kennslu nemenda með sérþarfir (Giangreco 1996:57, þýtt hér). Ef það er aðeins talið á valdi sérmenntaðra kennara að annast kennslu tiltekins hóps nemenda, leiðir það til þess að verksvið hins almenna kennara þrengist, vegna þess hve flokkunarmörkin eru óljós. Hann ýtir frá sér nemendum sem af einhverj- um ástæðum falla ekki að hefðbundnum normum og gildisviðmiðunum hans sjálfs og vísar á sérfræðinga skólans, sérkennara, sálfræðing eða jafnvel ófaglært aðstoð- arfólk (Gretar Marinósson og Rannveig Traustadóttir 1994). Mel Ainscow (1991b) telur að sérhæfing á sviði kennslu hafi haft neikvæð áhrif á sjálfstraust kennara í almennum skólum þannig að þeir eigi erfiðara með að bregðast við þeim nemendum sem þeim finnst vera erfiðir. Svipaða afstöðu er að finna hjá Giangreco (1996) sem segir að þegar nemendum með sérþarfir er komið fyrir í almennum bekk sé algengt að kennarinn komi fram við þá sem „gestgjafi fremur en sem kennari. Hann finni ekki til sömu ábyrgðar gagnvart þeim og öðrum heldur færir hana til sérkennarans eða aðstoðarmanns. í rannsókn Gretars Marinós- sonar og Rannveigar Traustadóttur á þátttöku fatlaðra nemenda í almennu skóla- starfi (1994) kemur einnig fram að þó allir nemendur með sérþarfir tilheyri ákveðn- um bekk þá sé ekki ljóst hver eigi nemendur með sérþarfir, sérkennarinn eða almenni kennarinn, eða hvor beri ábyrgð á nemandanum. Því skorti á skipulag og samhæfingu í námi nemandans. HVAÐ ER SÉRKENNSLA? En hvað er sérkennsla? Er eðlilegt að tala um sérkennslu sem sérstakt viðfangsefni innan blandaðs skóla sem hefur það meginmarkmið að allir nemendur fái sem jöfnust tækifæri til náms og þroska í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins? 97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.