Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 102
SÉRKENNSLA OG UMBÆTUR Í SKÓLASTARFI
í yfirlýsingu þessari er því tekið undir það sem fest var í lög um grunnskóla
1974 að skólinn skuli haga störfum sínum í samræmi við eðli og þarfir hvers og
eins. Hvergi er minnst á sérkennslu frekar en í nýjum lögum um grunnskóla en
áhersla á það lögð að börn og ungmenni með sérþarfir eigi að mennta án aðgrein-
ingar frá þeirri skólagöngu sem meirihluta barna er gert að taka þátt í. Einnig er
lögð áhersla á að ábyrgð á menntun barna eigi að hvíla á samstarfshópi fagfólks en
ekki einstökum kennurum. Það að ekki er minnst á sérkennslu í nýjum lögum um
grunnskóla hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins innanlands heldur og meðal
nágrannaþjóða (Egelund 1996). Að þessu leyti hafa íslendingar tekið ákveðna for-
ystu og nú er mikilvægt að mennta- og rannsóknarstofnanir á sviði kennslu- og
uppeldisfræða, ásamt kennurum sjálfum, skynji sinn vitjunartíma og stuðli að
árangursríkri þróun starfshátta í grunnskólum þannig að útlendingar sjái að hingað
má sækja þekkingu og reynslu á sviði blöndunar í skólastarfi.
LOKAORÐ
Eg hef hér reynt að bregða ljósi á ýmsar þversagnir í lögum og reglugerðum sem
torveldað hafa að skólar hafi að fullu tekið við því viðfangsefni sem þeim er fengið
lögum samkvæmt. Mér er fullljóst að fleiri þættir koma þar við sögu. Ég hef reynt
að sýna fram á að sérkennsla sé í eðli sínu ekkert frábrugðin annarri kennslu; öll
sömu grundvallaratriði kennslufræða eigi við hana jafnt sem aðra kennslu. Sér-
kennsla er í raun aðgreinandi og stríðir því gegn markmiðum laga. Því ætti engin
þörf að vera fyrir sérstaka reglugerð um sérkennslu eða kennslu barna með
sérþarfir en þess gætt að Aðalnámskrá fjalli um kennslu allra skólaskyldra nem-
enda.
Grunnskólinn er gagnrýndur fyrir að þar fái margir nemendur ekki nám við
hæfi og námsárangur margra nemenda sé ófullnægjandi. Markmið Aðalnámskrár
eru sögð óskýr og sérkennsla, eins og hún er framkvæmd, ómarkviss (Nefnd um
mótun menntastefnu 1994). Þetta er hörð gagnrýni en hana ber að taka af fullri al-
vöru, endurskoða starfshætti og leita leiða til umbóta. Mikilvægt er að í því sam-
bandi sé horft til alls nemendahópsins og kennarar líti á það sem sameiginlegt við-
fangsefni á hverjum stað.
Skólinn er það sem kallað er laustengd stofnun þar sem starfsmenn hneigjast til
að vinna einangrað hver frá öðrum. Starfsliðið samanstendur af hópi fólks sem
hefur mörg mismunandi gildismið og í raun mjög mismunandi viðhorf til tilgangs
skóla. Þetta skapar hættu á aðgreiningu; kennarar afmarka og þrengja verksvið sitt
og ýta nemendum frá sér sem ekki falla að þeim viðmiðunum sem kennarinn hefur
sett sér um starf sitt. Mikilvægt er að leita leiða til að binda stofnunina betur saman
með því að örva vilja fólks til samstarfs og skilgreina sameiginleg markmið. Fræði-
menn, sem fjallað hafa um skilvirka skóla (effective schools), leggja einmitt mikla
áherslu á samvinnu kennara þar sem þeir bera sameiginlega ábyrgð á að kennslan
sé góð og hegðun nemenda í lagi (Ogden 1990, Ainscow 1991, Thousand og Villa
1989). Kenningasmiðir gæðastjórnunar leggja einnig áherslu á samábyrgð allra
starfsmanna stofnunar (Burnham 1992). í blönduðum skóla er mikilvægt að allir
100