Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 108

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 108
KYNFERÐI, JAFNRÉTTI OG ÞROSKI BARNA mótun um þessi málefni og skrifuð um hana skýrsla (Menntamálaráðuneytið 1990). Á árinu 1992 var sett á laggirnar samnorrænt jafnréttisverkefni, „Nord-Lilia", og var markmið þess að efla umfjöllun um jafnréttismál í kennaramenntun (sjá m.a. Arnesen 1994 og 1995). Þátttakendur voru kennarar á ýmsum skólastigum sem höfðu jafnréttisverkefni á dagskrá í kennslu sinni. Tók höfundur þessarar greinar þátt í norræna samstarfinu og var fyrrnefnd atferlisathugun kennaranema eitt af íslensku verkefnunum sem samstarfið byggðist á. I grein þessari er annars vegar fjallað um fræðilegt efni sem kynnt er á námskeiðinu í þróunarsálarfræði og hins vegar atferlisathugun kennaranemanna á árunum frá 1992 til 1994 og úrvinnslu úr henni. Umfjöllunin um kynferði og jafnrétti á námskeiðinu takmarkast mjög af þeim römmum sem námsgreinin og nemendafjöldi setur. Þessum skrifum er einkum ætlað að vera grunnur frekari umræðu og umfjöllunar um þetta efni í kennaranámi. KYNFERÐI OG ÞROSKI BARNA Fræðimenn hafa lengi beint athyglinni að mun á þroska stúlkna og drengja. Erfitt hefur verið að festa hendur á áþreifanlegum mun á andlegri hæfni stúlkna og drengja nema á mjög afmörkuðum sviðum eða aldursskeiðum. Báðir hópar sýna svipaða getu á greindarprófum þegar á heildina er litið en einhver munur er á einstökum þáttum, t.d. virðast drengir hafa þróaðri rúmskynjun en stúlkur en þær eru aftur á móti fyrri til í málþroska (Bee 1994:184—186). Stúlkur hafa, þegar á heild- ina er litið, sýnt betri námsárangur í skóla (sjá t.d. Hansen 1989:65), og má m.a. benda á árangur íslenskra stúlkna á samræmdum grunnskólaprófum við lok 10. bekkjar (Samræmd próf ... 1996). I rannsóknum hefur komið fram skýr kynjamunur á árásarhneigð, en mun algengara er að drengir séu árásargjarnir í hegðun (Bee 1994:439, Serbin o.fl. 1993:9). Á seinustu árum hefur athyglin einkum beinst að því að rannsaka hvernig kynbundið atferli, viðhorf og tengsl við aðra þróast í stúlkna- og drengjahópum. Stúlkur virðast eiga auðveldara með að aðlagast reglum en drengir og vera tillits- samari í samskiptum en drengirnir þykja fyrirferðarmeiri og sjálfstæðari. Dreng- irnir fá í heild meiri athygli kennara í skólastarfi og fleiri viðbrögð, jákvæð og neikvæð. Leikir eru ólíkir og vináttutengsl eru gjarnan með ólíkum hætti (sjá m.a. Bee 1995:340-341, Reisby 1994:4, Maccoby 1988). Áhugamál, leikir og samskipta- mynstur virðast vera með ólíkum hætti meðal stúlkna og drengja, valdakerfið er ólíkt í þessum hópum og stúlkur samþykkja frekar skoðanir annarra en drengir (sjá m.a. Maccoby 1988:759). Töluvert hefur verið gert að því að leita skýringa á þessum mun. Margt bendir til að munurinn sé að mestu áunninn, hann megi rekja til mismunandi félagsmótunar og uppeldis barna eftir kyni, til kynbundinna fyrir- mynda og staðlaðra ímynda, og til þess valdamisvægis sem ríkir í samfélaginu. I sálarfræði er fjallað um þróun persónuleikans og sjálfsvitundar frá mismun- andi sjónarhornum. I ýmsum kenningum og rannsóknum hefur athyglin beinst sér- staklega að þeim áhrifum sem kynferðið hefur á sjálfsvitund einstaklingsins (sjá m.a. Guðnýju Guðbjörnsdóttur 1994a). 106
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.