Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 113

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 113
RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR þau að kynnast þessari fjölhæfni bæði karla og kvenna, þannig að fyrirmyndirnar opni þeim leiðir til frelsis en hefti þau ekki í viðjar úreltra hugmynda. ATHUGUN KENNARANEMA Á SAMSKIPTUM í SKÓLASTOFU Hér að framan kom fram að eitt af verkefnum námskeiðsins í þróunarsálarfræði á árunum 1992-1994 fólst í því að nemarnir gerðu athugun á því hvort kynjamunur væri á samskiptum og fyrirferð nemenda í 4.-7. bekk. Fór þessi athugun fram þegar þeir voru í vettvangsnámi. Fyrsta árs nemar fara í vettvangsnám í grunnskóla á ákveðnum tímabilum, oft eina viku í senn, og fylgjast þeir þá tveir og tveir saman með kennslu í bekk þar sem nemendur eru á aldrinum 9-12 ára, og taka í sumum tilvikum þátt í kennslunni. Þar sem kennaranemarnir eru u.þ.b. 120 í árgangi heim- sækja þeir um 60 bekki. Skipulag kennslu í þróunarsálarfræði er þannig að fyrir- lestrar eru í hverri viku fyrir allan árganginn, ýmist tvær eða fjórar kennslustundir á viku, og síðan eru tveir bekkjartímar á viku, en árganginum er þá skipt í 5 bekki. Aður en nemarnir fara í vettvangsnám hafa þeir sótt tveggja tíma fyrirlestur um þróun kynferðisvitundar og rætt það efni í bekkjartímum. Eftir að nemarnir höfðu unnið samanburðarverkefnið í fyrsta sinn á vorönn 1992 var ákveðið að þetta viðfangsefni kennaranema yrði eitt af jafnréttisverkefnum í Nord-Lilia, og var verkefnið unnið með svipuðu sniði næstu tvö árin (sjá Arnesen 1994 og Ragnhildi Bjarnadóttur 1994:7-8). I könnun nemanna beindist athyglin bæði að samskiptum nemenda sem ein- staklinga og hópa, þ.e. stúlkna og drengja, og samskiptum kennara við nemendur. Nemarnir völdu ákveðnar kennslustundir þar sem þeir skráðu upplýsingar á sér- stakt eyðublað. Athyglin beindist einkum að eftirtöldum atriðum: - Er kynjamunur á því hversu mikið börnin tala, hversu hávaðasöm þau eru, hve mikið þau trufla aðra, og hversu mikið þau leita til kennarans? - Hvernig sitja börnin í kennslustofunni, eru þau aðgreind eftir kyni eða sitja þau í blönduðum hópum? - Virðast viðbrögð kennara vera misjöfn eftir kynferði barnanna? Er hugs- anlegt að viðbrögð ykkar [nemanna] eða samskipti við nemendur ráðist af kynferði nemenda? Einnig áttu nemarnir að leita upplýsinga hjá kennurum um það hvaða skipulag ríkti um sætaskipan, m.a. hvort börnin veldu sér frjáls sæti eða hvort kennari stjórn- aði því hvar þau sætu. Fengu viðtökukennarar að vita um innihald könnunarinnar og voru þeir einnig spurðir um mun á fyrirferð og samskiptum nemenda eftir kyni. Var síðan unnið úr upplýsingunum og niðurstöður kynntar fyrir öllum árgang- inum. í hverjum bekk gat svo einn hópur (tveir eða þrír nemar) valið sér að skrifa aðalritgerð námskeiðsins um þessar niðurstöður og átti sá hópur að kynna efnið fyrir bekkjarfélögum sínum jafnframt því að niðurstöður voru ræddar í bekkjartímum. Hér verður ekki greint nánar frá þeim aðferðum sem notaðar voru í athugun- inni þar sem athugunin var eingöngu leið sem notnð var til að hafa áhrif á kennara- nemana og grundvöllur málefnalegrar umræðu um kynferði og skólastarf. 111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.