Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 117

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 117
RAGNHILDUR BJARNADOTTIR um þau áhrif sem umfjöllunin á fyrsta ári hefði haft á þá og vinnu þeirra með síðari viðfangsefni. Nemar á öðru ári töldu sig eiga afar erfitt með að meta það svo fljótt, þar sem eingöngu væri eitt misseri liðið frá því þeir unnu verkefnið. Nemar á þriðja ári töldu flestir verkefnið hafa haft áhrif á þá en segjast þó í takmörkuðum mæli hafa dregið þetta sjónarhorn inn í síðari verkefni. Flestir (70%) eru á því að um- fjöllun um kynferði og skólastarf sé afar lítil eftir að þessu námskeiði lýkur. Þeir benda þó á að unnt sé að gera þessum þætti veruleg skil í ýmsum námskeiðum, og nefna þá einkum almenna kennslufræði og kennslufræði námsgreina. TIL UMHUGSUNAR Kennaranemarnir komust m.a. að því að nemendur sátu aðgreindir eftir kyni í kennslustofunni ef kennarinn skipaði þeim ekki í sæti. Er þetta í fullu samræmi við rannsóknir á félagslegum samskiptum barna á þessum aldri, en þær sýna allar mikla tilhneigingu til aðgreiningar eftir kyni í leikjum og við aðrar aðstæður þar sem samskiptin eru ekki skipulögð af fullorðnum (Maccoby 1988, Serbin o.fl. 1993). Vaknar þá spurningin hvort rétt sé að láta þessa aðgreiningu afskiptalausa eða hvort æskilegt sé að vinna á móti henni. Kennaranemarnir voru yfirleitt á þeirri skoðun að samskiptin milli kynja væru betri þar sem börnunum var skipað í blandaða hópa en þegar þau voru aðgreind. Erlendar rannsóknir benda einnig til þess að samskipti kynja séu frjálslegri í kennslustofum þar sem kennarar hafa myndað blandaða vinnuhópa og komið hefur í ljós að sterk hópmyndun leiðir gjarnan til fordóma í garð þeirra sem ekki tilheyra hópnum (sjá m.a. Maccoby 1988). I ljósi þessa þótti kennaranemunum yfirleitt æskilegt að kennarinn stjórnaði röðun í sæti, þó þannig að eitthvert tillit væri tekið til vinatengsla. Reyndar hefur kynjaaðgreining verið notuð í skólastarfi sem leið til að vinna á móti misrétti kynja og stöðluðum hugmyndum um kvenlega og karlmannlega eiginleika (sjá m.a. Margréti Pálu Ólafsdóttur 1992b, Kruse 1990:36-80). En þá er um nokkuð annað fyrirbæri að ræða þar sem aðgreiningin er notuð til að vinna markvisst með hvorn hóp um sig, t.d. hefur þannig verið reynt að efla sjálfstæði stúlknanna og um- hyggjusemi meðal drengjanna. Kennaranemarnir komust að þeirri niðurstöðu að drengirnir sem hópur væru oftast fyrirferðarmeiri en stúlkurnar. Slíkt er ekkert einsdæmi; rannsóknir víða um heim benda til þess sama (sjá Reisby 1995, Maccoby 1988:758). En þeir átta sig líka á því að hér er nánast alltaf einungis um hluta strákanna að ræða. Hið sama kemur í ljós í mörgum rannsóknum og bendir margt til að kynferðið hafi ekki eingöngu áhrif á þetta hegðunarmynstur heldur einnig stétt. í mörgum tilvikum virðist hópur drengja vera fyrirferðarmestur og svo fylgir gjarnan stúlknahópur í kjölfarið (sjá m.a. Reisby 1994). Einnig hafa rannsóknir sýnt að aðstæður og hópsamsetning hafa áhrif á það hver hefur völdin eða lætur mikið á sér bera í hópi barna (Serbin o.fl. 1993:9). Sami einstaklingur getur verið með yfirgang í einum hópi en mjög rólegur við aðrar aðstæður. Samkvæmt ofangreindum heimildum er varhugavert að alhæfa um eða gera of mikið úr fyrirferð drengjanna sem hóps. Rólegu drengirnir geta talið sig vera af- 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.